Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 14:37 Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar. Erla Dögg Ármannsdóttir Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni. Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Fulltrúar almannavarna meta nú aðstæður í Hítardal á Mýrum þar sem stór skriða féll úr Fagraskógarfjalli og stíflaði Hítará snemma í morgun. Stórt lón hefur myndast í dalnum fyrir ofan stífluna. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að aðstoða við að fá yfirsýn yfir svæðið með drónum og tryggja öryggi. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hlítardal, sagði Vísi í dag að stór öxl hafi fallið úr fjallinu í morgun. Skriða sé einhverra tuga metra há og að minnsta kosti fimmhundruð metra löng. Hún hafi algerlega stíflað farveg Hítarár. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, kannar lögregla og fulltrúi aðgerðastjórnar björgunarsveita á svæðinu aðstæður. Um hálf tvö leytið var óskað eftir aðstoð björgunarsveita með fólki og drónum til að meta mögulega hættu og tryggja öryggi og lokanir á umferð. Ekki sé ljóst hvert vatnið úr ánni leitar vegna stíflunnar. Enn hefur þó ekki verið lokað formlega fyrir umferð um svæðið eftir því sem Davíð Már kemst næst. Starfsmenn ofanflóðavaktar Veðurstofunnar eru sagðir á leiðinni á staðinn en Davíð Már segir ekki hægt að útiloka frekari skriðuföll með fullri vissu. Stangaveiðifélag Reykjavíkur er með Hítará á leigu. Forsvarsmenn félagsins eru einnig á staðnum til að meta ástandið. Farvegur árinnar hefur þornað upp, um tíu kílómetra niður frá skriðunni.
Almannavarnir Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Fleiri fréttir Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32