Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júlí 2018 15:04 Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Vísir/getty Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Þórunn Hrund Óladóttir, bæjarfulltrúi fyrir Seyðisfjarðarlistann og formaður hafnarnefndar staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. „Við erum í þröngum lokuðum firði þannig að menn verða varir við það þegar skipin eru í höfn og þess vegna eru uppi ákveðnar raddir um að þetta sé mikil mengun sem fylgi þessu. Við, bæjaryfirvöld, viljum að það sé á hreinu að þetta sé mælt og hægt að sjá, svart á hvítu hver mengunin er. Það er þá hægt að taka umræðuna út frá því, byggða á staðreyndum,“ segir Þórunn.Tafir á mælingumÞorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir að til standi að framkvæma reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Þorsteinn segir að stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla loftgæðin í Seyðisfirði en því miður hafi það ekki gengið eftir. Sérfræðingar hjá stofnuninni hafi rekist á ýmsar hindranir og þá hafi ferlið tekið lengri tíma en áætlað var. Mælitækin sem stofnunin notast við eru gömul og þá komu upp vandamál við að tengja þau við nýtt gagnakerfi sem heldur utan um gögn frá öllum mælum landsins. Það hafi í kjölfarið þurft að sérforrita mælana inn í kerfið. Í ljósi þess að það hafi tekið langan tíma að koma mælingunum af stað, og þær í raun ekki enn hafnar, hefur Þorsteinn ákveðið að mæla loftgæðin í lengri tíma. Þorsteinn segir að til standi að mælingarnar verði með svipuðu móti og í Eyjafirði á Akureyri þar sem bæði er mælt svifryk og brennisteinsdíoxíð (SO2). Hin síðarnefnda mæling gæti þá sagt til um hvort brennslu á svartolíu sé að ræða. Loftgæðamælingar á Akureyri hafa staðið yfir í áratug en það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum sem brennisteinsdíoxíðinu var bætt við sökum aukinnar skipaumferðar.Skiptar skoðanir eru um ágæti skemmtiferðaskipa fyrir bæjarfélagið á Seyðisfirði. Mælingarnar eru upphafið að stefnumótum bæjarins um skipaumferð.Vísir/vilhelmÞorsteinn vonast til þess að geta hafið mælingar innan fárra vikna og mun mæla út þetta sumar og hið næsta. Þórunn segir það séu skiptar skoðanir um ágæti skemmtiferðaskipanna en komur þeirra til fjarðarins hafa aukist á síðustu árum til muna. „Það er erfitt að tala fyrir hönd allra bæjarbúa en þetta er þannig að það eru mjög margir ánægðir með þetta. Þetta náttúrulega gefur pening í bæinn og er að mörgu leyti skemmtilegt líka. Það er mikið af túristum en spurningin er sú hvenær verður þetta of mikið? Auðvitað eru ekkert allir ánægðir með þetta, sumum finnst þetta of mikið. Við þurfum að marka okkur skýra stefnu í þessum málum, hvort við ætlum að taka endalaust við eða hvernig það verður,“ segir Þórunn.Herða kröfur innan lögsögunnarÞorsteinn segir að það hafi komið upp í umræðunni að víkka út svæðið í kringum landið þar sem lágmarkskrafa sé að skipin séu á hreinni olíu. Eins og staðan er í dag er stórum flutningaskipum og skemmtiferðaskipum frjálst að brenna svartolíu svo framarlega sem þau skipti yfir í aðra olíu þegar þau leggjast að bryggju. Um farþega-eða skemmtiferðaskip gilda þær reglur að hámarks brennisteinsinnihald má ekki fara yfir 1,5% að því er fram kemur á vef Umhverfisstofnunar. Í sumum löndum ná stífar kröfur um bann við svartolíu miklu lengra út en á Íslandi, að sögn Þorsteins. „Það hefur verið umræða um að setja svoleiðis svæði í kringum Ísland og jafnvel út í 200 mílur en það er í rauninni ekkert sem við getum sett einhliða. Við erum aðilar að Alþjóðasiglingamálastofnuninni og hún og aðildarríki hennar þurfa að samþykkja það til þess að það sé virkt,“ segir Þorsteinn. Til þess að setja fram harðari kröfur um stærri skemmtiferðaskip og flutningaskip þurfi Ísland að leggja fram gögn sem sýna mengun frá skipun innan 200 mílna og reikna út hluta brennisteinsmengunar sem stafi frá skipaumferð við landið. „Þetta hafa menn gert í Evrópu og Eystrasaltinu, þar er svo svakalega mikil skipaumferð í svona innhafi og ekki eins mikið rok og rigning.“ Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verðu aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir ákveðið brennisteinsmagn.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00