Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:21 Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning. Vísir/Hrund Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46
„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29