Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 18:45 Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif. Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif.
Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00