Segir fjármálaráðuneytið nota ljósmæðradeiluna til að hnykla vöðvana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. júlí 2018 12:46 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég er farin að sjá hvað það þrengir að starfseminni og í hvað stefnir,“ segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítalanum í samtali við Vísi. Hún er áhyggjufull yfir stöðunni á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar. Brynja var á vaktinni í nótt og hún hefur strax fundið fyrir breytingunni eftir að uppsagnir 12 ljósmæðra tóku gildi á sunnudag. „Ég var í sérnámi í Bretlandi og þar var töluverð vöntun á ljósmæðrum. Þegar spítalar komu illa út hvað varðar óvenju mikla tíðni af slæmri útkomu hjá móður eða börnum tengt fæðingum, þá var það venjulega rauði þráðurinn í niðurstöðum að það væri vegna vöntunar á vel menntuðum og færum ljósmæðrum. Þannig að það eru alveg bein tengsl þarna á milli.“ Hingað til hefur verið vel mannað hér á landi en Brynja segir að þegar það breytist þá viti hún í hvað stefnir. „Það stefnir öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu.“Brynja Ragnarsdóttir.Missa ljósmæður varanlega úr stéttinni Brynja skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum. Sérfræðilæknar Kvennadeildar LSH sendu svo í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins eins og fjallað var um hér á Vísi. „Þetta er alvöru mál og þetta er alvarlegra en verkfallsaðgerð að því leitinu til að þegar fólk segir upp starfinu sínu þá eru alls ekki allir sem koma til baka. Þannig að jafnvel þótt að þetta leysist og samið verði með viðunandi hætti við ljósmæður þá erum við örugglega búnar að missa einhverjar frá okkur. Það er ekki eins og það séu ljósmæður á hverju strái hérna, við menntum ekki nema tíu á ári og það eru mikið af ljósmæðrum sem eru að komast á aldri og störf sem þarf að fylla. Hvað þá þeirra sem að hrekjast burt út af launakjörum og álagi.“ segir Brynja. „Staðan er alvarleg myndi ég segja og það verður að gerast eitthvað mjög fljótt, áður en að enn fleiri segja upp og hætta.“ Brynja segir að það hafi komið sér á óvart hversu lengi þessi deila hefur dregist. „Maður átti ekki von á öðru en að þetta myndi leysast. Ljósmæður hafa mikinn stuðning frá verðandi mæðrum og bara almenningi. Það er alveg ótrúlegt hvað á að nota þær sem einhvers konar fordæmi, fyrir fjármálaráðuneytið til að hnykla vöðvana.“Læknar á Kvennadeild Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ástandinu.Vísir/Sigurjón ÓlasonHeimaþjónustuljósmæður taka ekki endalaust við Áhrifin eru strax komin fram og er byrjað að þrengja á starfseminni á Landspítalanum. „Maður þakkar fyrir hverja vakt sem líður án atvika og allir fá þjónustu. En núna strax í nótt var mikið að gera og það fæddust sjö börn. Þau sem venjulega hefðu bara farið á sængurlegudeildina, foreldrarnir á börnin, sem núna þarf að leita úrræða fyrir.“ Hún bendir á að þessi aðgerðaráætlun Landspítalans til að bregðast við ástandinu, leysi ekki vandann. „Það er ekki endalaust hægt að velta boltanum yfir til heimaþjónustuljósmæðra því núna er til dæmis hápunktur sumarleyfa hjá ljósmæðrum og þorra landsmanna. Þær sinna einnig öðrum störfum í dagvinnu þannig að þær taka ekki endalaust við. Neyðaráætlun Landspítalans getur ekki gengið upp nema í stuttan tíma.“ Brynja segir að í ljósi þess að enn fleiri ljósmæður hafi sagt upp þá stefni bara í versnandi ástand. Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra.Pistil Brynju má lesa hér að neðan: Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
„Ég er farin að sjá hvað það þrengir að starfseminni og í hvað stefnir,“ segir Brynja Ragnarsdóttir fæðingarlæknir á Landspítalanum í samtali við Vísi. Hún er áhyggjufull yfir stöðunni á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar. Brynja var á vaktinni í nótt og hún hefur strax fundið fyrir breytingunni eftir að uppsagnir 12 ljósmæðra tóku gildi á sunnudag. „Ég var í sérnámi í Bretlandi og þar var töluverð vöntun á ljósmæðrum. Þegar spítalar komu illa út hvað varðar óvenju mikla tíðni af slæmri útkomu hjá móður eða börnum tengt fæðingum, þá var það venjulega rauði þráðurinn í niðurstöðum að það væri vegna vöntunar á vel menntuðum og færum ljósmæðrum. Þannig að það eru alveg bein tengsl þarna á milli.“ Hingað til hefur verið vel mannað hér á landi en Brynja segir að þegar það breytist þá viti hún í hvað stefnir. „Það stefnir öryggi verðandi mæðra og nýbura í hættu.“Brynja Ragnarsdóttir.Missa ljósmæður varanlega úr stéttinni Brynja skrifaði pistil á Facebook í gær þar sem hún lýsti yfir áhyggjum sínum. Sérfræðilæknar Kvennadeildar LSH sendu svo í dag frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins eins og fjallað var um hér á Vísi. „Þetta er alvöru mál og þetta er alvarlegra en verkfallsaðgerð að því leitinu til að þegar fólk segir upp starfinu sínu þá eru alls ekki allir sem koma til baka. Þannig að jafnvel þótt að þetta leysist og samið verði með viðunandi hætti við ljósmæður þá erum við örugglega búnar að missa einhverjar frá okkur. Það er ekki eins og það séu ljósmæður á hverju strái hérna, við menntum ekki nema tíu á ári og það eru mikið af ljósmæðrum sem eru að komast á aldri og störf sem þarf að fylla. Hvað þá þeirra sem að hrekjast burt út af launakjörum og álagi.“ segir Brynja. „Staðan er alvarleg myndi ég segja og það verður að gerast eitthvað mjög fljótt, áður en að enn fleiri segja upp og hætta.“ Brynja segir að það hafi komið sér á óvart hversu lengi þessi deila hefur dregist. „Maður átti ekki von á öðru en að þetta myndi leysast. Ljósmæður hafa mikinn stuðning frá verðandi mæðrum og bara almenningi. Það er alveg ótrúlegt hvað á að nota þær sem einhvers konar fordæmi, fyrir fjármálaráðuneytið til að hnykla vöðvana.“Læknar á Kvennadeild Landspítalans hafa miklar áhyggjur af ástandinu.Vísir/Sigurjón ÓlasonHeimaþjónustuljósmæður taka ekki endalaust við Áhrifin eru strax komin fram og er byrjað að þrengja á starfseminni á Landspítalanum. „Maður þakkar fyrir hverja vakt sem líður án atvika og allir fá þjónustu. En núna strax í nótt var mikið að gera og það fæddust sjö börn. Þau sem venjulega hefðu bara farið á sængurlegudeildina, foreldrarnir á börnin, sem núna þarf að leita úrræða fyrir.“ Hún bendir á að þessi aðgerðaráætlun Landspítalans til að bregðast við ástandinu, leysi ekki vandann. „Það er ekki endalaust hægt að velta boltanum yfir til heimaþjónustuljósmæðra því núna er til dæmis hápunktur sumarleyfa hjá ljósmæðrum og þorra landsmanna. Þær sinna einnig öðrum störfum í dagvinnu þannig að þær taka ekki endalaust við. Neyðaráætlun Landspítalans getur ekki gengið upp nema í stuttan tíma.“ Brynja segir að í ljósi þess að enn fleiri ljósmæður hafi sagt upp þá stefni bara í versnandi ástand. Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag til að ræða þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í kjaradeilu ljósmæðra.Pistil Brynju má lesa hér að neðan:
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12 Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15 Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Yfirmenn heilbrigðiskerfisins fyrir velferðarnefnd vegna ljósmæðra Heilbrigðisráðherra, yfirmenn á Landspítalanum og ef til vill Landlæknir koma fyrir velferðarnefnd Alþingis seinna í dag. 3. júlí 2018 12:12
Boðað til mótmæla vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra: „Vanvirðing við konur“ Boðað er til fundarins klukkan 10 á fimmtudag, á sama tíma og samninganefnd ljósmæðra og samninganefnd ríkisins eiga sáttafund í kjaradeilu sem hefur staðið yfir síðan síðastliðið haust. 2. júlí 2018 23:15
Geta ekki unnið vinnuna sína án ljósmæðra Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar á Landspítalanum hafa miklar áhyggjur af ljósmæðradeilunni. 3. júlí 2018 11:41