Sjálf er ég krumminn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2018 08:00 „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir Ellen Freydís. Fréttablaðið/Ernir Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Söngkonan Ellen Freydís Martin heldur fyrstu tónleika sína á Íslandi síðan hún flutti til Austurríkis fyrir 25 árum. Saman mynda hún og félagar hennar sveitina Krumma og hina Alpafuglana. „Það er langþráður draumur að rætast hjá mér. Mig hefur alltaf langað að hafa fallega tónleika á Íslandi og bjóða móður minni. Nú er komið að því,“ segir Ellen Freydís Martin með söngkonurödd. Hún er komin frá Austurríki ásamt fjögurra manna sveit til að halda þrenna tónleika á landinu. Þeir fyrstu eru í Listasafni Árnesinga í Hveragerði á morgun, 4. júlí, klukkan 20. Íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum eru í öndvegi. „Þegar maður er svona lengi í útlöndum þá verður maður svo þjóðlegur,“ segir hún glaðlega. Það er líka þjóðlegt að spyrja um upprunann. Ellen Freydís kveðst næstyngst fimm barna þeirra Agnesar Gestsdóttur og Marteins Jónssonar tannsmiðs, sem flutti hingað til lands sem bandarískur hermaður og hét Donald Luis Martin. „Pabbi lést síðasta haust, svo hann missir af tónleikunum, því miður,“ segir hún. Krummi og hinir Alpafuglarnir.Myndlist heillaði hana í fyrstu og hún lærði grafík en eftir að hún kynntist manni sínum dr. Orthulf Prunner sem var organisti í Háteigskirkju í sextán ár, sneri hún sér að söngnámi bæði hér á landi og í óperudeild Juilliard-háskólans í New York. „Samstarfsfólk mitt í Austurríki langaði líka að heyra eitthvað frá mér og mínu heimalandi, og varð yfir sig hrifið af þessum gömlu lögum okkar, við erum með fiðlu, harmóníku, trommur, lágfiðlu og víólu, auk söngsins og útsettum þau með tilliti til þess.“ Krummi og hinir Alpafuglarnir, kallar hópurinn sig. „Sjálf er ég er krumminn!“ segir Ellen Freydís stolt. Tónleikar númer tvö verða í Hannesarholti 5. júlí klukkan 20 (miðar fást á tix.is) og þeir þriðju á föstudag í Frystiklefanum á Rifi klukkan 21. „Svo langar okkur að hafa götutónleika á Lækjartorgi 8. júlí,“ segir Ellen Freydís. „Við höfum gert það í Vínarborg og fengið góðar undirtektir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira