Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2018 19:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00