Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. júlí 2018 15:35 Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé snúin og margflókin. Deilan sé enn í pattstöðu eftir að kjaranefnd ljósmæðra féllst ekki á það í dag að sáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu. Í samtali við fréttastofu segist Bryndís hafa lagt það til á fundinum að hún fengi að leggja fram miðlunartillögu en sáttasemjari þarf að hafa samráði við samninganefndirnar um slíka tillögu áður en hún er lögð fram. „Og sú miðlunartillaga, hún í raun og veru hefði þá falið það í sér, hefði hún verið samþykkt, að þá hefði þeim ágreiningi sem eftir stendur í málinu sem snýst um það hvort launasetning ljósmæðra endurspegli ábyrgð aukið vinnuálag og svo framvegis í þeirra störfum. Ég vildi vísa þessum ágreiningi inn í þriggja manna gerðardóm sem myndi vinna hratt og skila tillögu innan kannski eins mánaðar um það að hvaða leyti þetta mat myndi fela í sér skila sér inn í launasetningu ljósmæðra,“ segir Bryndís.Steytir á 110 milljónum króna Að öðru leyti væri efnislega sá samningur sem var á borðinu í vor og ljósmæður felldu með fullri afturvirkni. Kostnaðaráætlun hans væri þá það sem ljósmæður myndu fá strax og þær hækkanir sem í honum voru. „En að þessum þætti, þessum hnút sem við höfum setið yfir hérna á síðustu fundum, á síðustu vikum, að hann yrði leystur með þessum hætti að hann yrði ákvarðaður af gerðardómi,“ segir Bryndís og vísar í ágreining um launasetninguna. Ljósmæður vilja fá alls 170 milljónir króna inn í stofnanasamninga til að leiðrétta launasetninguna en ríkið hefur boðið þeim 60 milljónir króna. Það sætta þær sig ekki við. Bryndís segir samninganefnd ljósmæðra hafa hafnað þessari leið í deilunni og ekki heimilað henni að leggja fram miðlunartillögu. Yfirvinnubann ljósmæðra verður því enn í gildi en það hefur nú staðið í tæpa tvo sólarhringa. Stjórnendur Landspítalans lýsa ástandinu sem skapast hefur vegna bannsins, sem og uppsagna ljósmæðra sem tóku gildi þann 1. júlí, sem neyðarástandi.Hefur spítalinn nú ákveðið að grípa til þeirra aðgerða að loka meðgöngu- og sængurlegudeild sem og að fella niður fyrstu reglulegar ómskoðanir þungaðra kvenna frá og með næsta mánudegi.Viðtalið við Bryndísi Hlöðversdóttur má sjá í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00 Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Fljúga með þungaðar konur norður vegna neyðarástands Flogið hefur verið með þungaðar konur á Sjúkrahúsið á Akureyri og von er á fleirum þangað. Konur veigra sér við að hafa samband við fæðingardeildir því þær vilja ekki trufla. Deiluaðilar funda í dag. Tvisvar þurfti að óska eftir undanþágu frá yfirvinnubanni ljósmæðra á Landspítalanum í gær. 19. júlí 2018 07:00
Ljósmæður ætla ekki að slá af kröfum sínum á sáttafundi í dag Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæður muni ekki slá af þeim kröfum sem þær hafi áður sett fram á samningafundi í kjaradeilu þeirra við ríkið sem hófst klukkan 10:30 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 19. júlí 2018 10:32