Elísabet hitti Trump aðeins einu sinni á meðan heimsókn hans stóð en forsetinn dvaldi í Bretlandi í þrjá daga. Twitter-notandi hefur nú rýnt í brjóstnálarnar sem drottningin bar þessa þrjá daga og bendir auk þess á að hún velji nælurnar iðulega af mikilli kostgæfni fyrir hvern viðburð – og þá segi þær oft meira en þúsund orð.
Fyrsta dag heimsóknarinnar, daginn sem Trump mætti til Bretlands, skartaði Bretadrottning brjóstnál sem hún fékk að gjöf frá forverum Trump-hjónanna í embætti, Barack og Michelle Obama. Flestum er eflaust kunnugt um að lengi hefur andað köldu milli Trump og Obama og hefur sá fyrrnefndi gjarnan verið afar óvæginn í garð þess síðarnefnda.

Enn og aftur vakti brjóstnál drottningar athygli en um var að ræða sömu nælu og móðir Elísabetar setti upp við jarðarför eiginmanns síns, Georgs sjötta Bretakonungs, sem lést árið 1952. Hefur næluval drottningar þótt táknrænt fyrir tilfinningar hennar gagnvart Bandaríkjaforseta – þó ekkert sé hægt að fullyrða í þeim efnum.


#BroochDecoderRing
— Bitch. STILL my superhero name. (@SamuraiKnitter) July 15, 2018
The following data relies heavily on the work of the blogger at "Her Majesty's Jewel Box". If you swing by there (I will be linking), BE ADVISED THE BLOGGER WANTS NOTHING TO DO WITH THIS POLITICAL STUFF THAT IS NOT WHY SHE IS THERE so take it easy.