Ólafía Þórunn: Þetta er svo gott fyrir hjartað Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. júlí 2018 10:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stóð í gær fyrir góðgerðamóti á Hvaleyrarvelli til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía stendur fyrir mótinu en í fyrra söfnuðust um fjórar milljónir króna fyrir Barnaspítala Hringsins. „Ég elska að koma heim og sjá allt fólkið mitt. Ég fæ ekkert rosalega oft að spila á Íslandi svo það er skemmtilegt,“ sagði Ólafía Þórunn við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er svo gott fyrir hjartað og mér líður vel í marga daga eftir á,“ sagði Ólafía um mótið. Hún fékk fjóra atvinnukylfinga af LPGA mótaröðinni með sér til Íslands og tóku þær allar þátt í mótinu í gær. Ólafía varð fyrsti íslenski kylfingurinn til þess að spila á risamóti á síðasta ári. Í dag varð Haraldur Franklín Magnús fyrstur karla til þess að leika á risamóti þegar hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu rétt fyrir klukkan 10. „Haddi, hann er snillingur. Hann á eftir að standa sig mjög vel. Hann er svo andlega sterkur og kann þetta alveg. Ég er mjög spennt að fylgjast með honum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Alls söfnuðust þrjár milljónir á mótinu sem renna til Umhyggju – félags langveikra barna. „Umhyggja styrkir fjárhagslega og styður með ýmsum hætti við fjölskyldur langveikra barna auk þess sem félagsmenn Umhyggju hafa til afnota tvö orlofshús sem eru sérútbúin sjúkrarúmum. Þá býður Umhyggja félagsmönnum upp á sálfræðiþjónustu, þeim að kostnaðarlausu. Það er aðeins með velvild og stuðningi einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem hægt er að halda starfinu áfram og þökkum við KPMG og Ólafíu Þórunni kærlega fyrir að standa að þessu góðgerðarmóti“ segir Regína Lilja Magnúsdóttir, formaður Umhyggju.Vísir er með beina textalýsingu af fyrsta hring Haralds og hana má lesa hér.Ólafía Þórunn með stóra ávísun fyrir gott málefni.mynd/kpmg
Golf Tengdar fréttir Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Vaktin: Haraldur á fyrsta hring á Opna breska Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 15:00