Magnaðar seinni níu og Haraldur í fínni stöðu fyrir morgundaginn Ísak Jasonarson skrifar 19. júlí 2018 15:00 Haraldur Franklín Magnús braut blað í íslenskri golfsögu þegar að hann hóf leik á Opna breska meistaramótinu. vísir/friðrik Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. Haraldur lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er þessa stundina jafn í 67. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Haraldur hóf leik á 1. teig í morgun og fór ekki alveg nógu vel af stað. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu 8 holunum og allir komu þeir eftir að hann hafði slegið í glompu í upphafshöggunum. Því næst fékk Haraldur skolla á 9. holu þar sem hann fór illa með gott fuglafæri.Á seinni níu setti Haraldur svo í fluggír og var strax kominn með þrjá fugla eftir holur 10-14. Þar með var hann kominn á högg yfir par í heildina og fjórar holur eftir. Skollar á 15. og 16. holu komu Haraldi aftur á 3 högg yfir pari en þar með var sagan ekki öll sögð því hann fékk magnaðan fugl á 17. holu áður en fékk enn betri fugl á 18. holu. Haraldur er sem fyrr segir jafn í 67. sæti en hann er í góðum félagsskap þar með kylfingum á borð við Jordan Spieth, Justin Rose og Louis Oosthuizen sem allir léku á höggi yfir pari í dag.Annar hringur mótsins fer fram á morgun en eftir hann verður skorið niður. Þá komast um 70 efstu kylfingarnir áfram og er því Haraldur í fínni stöðu fyrir framhaldið.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Hér að neðan másjá með textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdi eftir hverju höggi Haraldar með aðstoð Þorsteins Hallgrímssonar, sérfræðings Golfstöðvarinnar, sem fór með Haraldi allan hringinn.
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr GR, hóf í dag leik á Opna mótinu og varð þar með fyrsti íslenski karlkylfingurinn til að leika á einu af risamótunum fjórum. Haraldur lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er þessa stundina jafn í 67. sæti en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Haraldur hóf leik á 1. teig í morgun og fór ekki alveg nógu vel af stað. Hann fékk þrjá skolla á fyrstu 8 holunum og allir komu þeir eftir að hann hafði slegið í glompu í upphafshöggunum. Því næst fékk Haraldur skolla á 9. holu þar sem hann fór illa með gott fuglafæri.Á seinni níu setti Haraldur svo í fluggír og var strax kominn með þrjá fugla eftir holur 10-14. Þar með var hann kominn á högg yfir par í heildina og fjórar holur eftir. Skollar á 15. og 16. holu komu Haraldi aftur á 3 högg yfir pari en þar með var sagan ekki öll sögð því hann fékk magnaðan fugl á 17. holu áður en fékk enn betri fugl á 18. holu. Haraldur er sem fyrr segir jafn í 67. sæti en hann er í góðum félagsskap þar með kylfingum á borð við Jordan Spieth, Justin Rose og Louis Oosthuizen sem allir léku á höggi yfir pari í dag.Annar hringur mótsins fer fram á morgun en eftir hann verður skorið niður. Þá komast um 70 efstu kylfingarnir áfram og er því Haraldur í fínni stöðu fyrir framhaldið.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. Hér að neðan másjá með textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdi eftir hverju höggi Haraldar með aðstoð Þorsteins Hallgrímssonar, sérfræðings Golfstöðvarinnar, sem fór með Haraldi allan hringinn.
Golf Tengdar fréttir „Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00 Söguleg stund í Skotlandi Haraldur Franklín Magnús brýtur blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann hefur leik á Opna breska meistaramótinu, því elsta af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 08:30 Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15 Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30 Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00 Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
„Frá miðnæturgolfi og hraunklúbbum á Opna breska“ Haraldur Franklín Magnús spilar í dag sinn fyrsta hring á Opna breska meistaramótinu í golfi. AP fréttastofan vildi kanna enn betur hvaða Íslendingur þetta væri sem væri mættur, fyrstur karlkyns kylfinga, til að spila á risamóti. 19. júlí 2018 07:00
Söguleg stund í Skotlandi Haraldur Franklín Magnús brýtur blað í íslenskri golfsögu í dag þegar hann hefur leik á Opna breska meistaramótinu, því elsta af risamótunum fjórum. 19. júlí 2018 08:30
Guardian bendir lesendum á að fylgjast með Haraldi Haraldur Franklín Magnús er einn fimm kylfinga sem hafa skal sérstakt auga með á Opna breska meistaramótinu að mati breska blaðsins Guardian. 18. júlí 2018 19:15
Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Niðurskurðinn á opna breska meistaramótinu er ríflega 25 sinnum verðmætari en sigur á Nordic League. 18. júlí 2018 13:30
Frumraun Haraldar á risamóti á erfiðasta vellinum Carnoustie völlurinn í Skotlandi er einn af 10 völlum sem skiptast á að halda Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið fer fram í 147. skipti í ár og er Carnoustie talinn einn erfiðasti völlurinn af mörgum kylfingum. 18. júlí 2018 15:00