Álagið komið að þolmörkum á Landspítalanum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2018 19:45 Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Gríðarlegt álag er á kvennadeild Landspítalans eftir að yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti. Yfirlæknir segir þjónustuna komna að þolmörkum og mannekla bitni verulega á öryggi. Formaður samninganefndar ljósmæðra er þó bjartsýnn fyrir fund hjá ríkissáttasemjara á morgun. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst í dag, en nú munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Seinnipart dags höfðu átta börn fæðst á Landspítalanum en búist er við fleiri fæðingum í júlí en að meðaltali á mánuði. Ljóst er að mikið álag er á Landspítalanum, en starfsmenn fæðingardeildarinnar höfðu ekki undan þegar fréttastofa náði tali af þeim í morgun. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum hafa síðustu nætur verið mjög strembnar, en búist er við tæplega 300 fæðingum í júlí sem er töluvert yfir meðaltali. Eva Jónasdóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ástandið komið að þolmörkum. „Þær eru undirmannaðar á hverri einustu vakt. Á morgunvöktum, kvöldvöktum og næturvöktum. Núna eftir að yfirvinnubannið skall á, þá finnum við að þunginn er að aukast enn meira,“ segir Eva. Hún segir að tvær til fjórar ljósmæður vanti núna á hverja vakt til að þjónustan haldist örugg. „Á meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem vöntunin er mest ættu að vera átta ljósmæður á fullmannaðri morgunvakt, átta á kvöldvakt og fimm á næturvakt,“ segir Eva.Náið þið að halda þeirri mönnun?„Nei, langt frá því. Það hefur vantað tvær til fjórar ljósmæður að minnsta kosti á hverja einustu vakt og við horfum fam á verra ástand eftir því sem tíminn líður,“ segir Eva. Boðað hefur verið til fundar ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið. Í samtali við Vísi, sagðist ríkissáttasemjari ekki geta tjáð sig um það hvort hún hyggist leggja fram sáttatillögu á fundinum. Formaður kjaranefndar ljósmæðra segist bjartsýn fyrir fundinum „Já, ég ætla að leyfa mér að vera það. Það hlýtur að vera ljós í enda ganganna. Sólin skein í gær. Ég held þetta sé að brjótast í gegn,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00 Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Yfirvinnubann ljósmæðra hafið Álagstoppur var í fæðingum á Landspítalanum í gær og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs stöðuna bara verða erfiðari. Yfirvinnubann ljósmæðra hófst á miðnætti og búist er við þungum róðri. 18. júlí 2018 06:00
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins í fyrramálið Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins klukkan 10:30 í fyrramálið í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 18. júlí 2018 15:08