Haraldur fær milljónir ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júlí 2018 13:30 Haraldur Franklín Magnús hefur leik klukkan 08.53 í fyrramálið. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum. Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús hefur fyrstur íslenskra karlmanna leik á risamóti í golfi klukkan 8.53 fyrramálið þegar hann fer af stað á opna breska meistaramótinu sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi. Þetta er lang sterkasta mót sem Haraldur hefur spilað á en mættir eru til leiks allir sterkustu kylfingar heims sem berjast um Silfurkönnuna, bikarinn fræga sem afhentur er meistara hvers árs. Eins og á öllum risamótum er mikið af peningum til skiptanna en heildarupphæð sigurlaunanna eru 10,5 milljónir dollara eða ríflega 1,1 milljarður króna. Sigurvegarinn fær 1,89 milljón dollara í sinn hlut eða ríflega 200 milljónir króna.Haraldur Franklín æfir sig á Carnoustie-vellinum.vísir/gettyAllir fá eitthvað Það fá allir eitthvað í vasann fyrir að taka þátt og á Haraldur Franklín von á vænni útborgun ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn. Að minnsta kosti 70 kylfingar fá að spila seinni tvo hringinga en 70. sætið á mótinu gefur 24.175 dollara sem eru 2,5 milljónir króna. Þetta eru töluvert hærri upphæðir en Haraldur Franklín en vanur að keppa um á Nordic League sem er þriðja efsta mótaröðin á Evrópumótaröðinni. Þar er sigurvegari hvers móts að fá um 6.500-8.000 sænskar krónur sem eru 78 þúsund til 97 þúsund íslenskar krónur. Það er því ríflega 25 sinnum verðmætara fyrir Harald að komast í gegnum niðurskurðinn á opna breska heldur en að vinna mót á Nordic League. Enginn sem keppir á opna breska meistaramótinu fær inna en 13.500 dollara eða 1,4 milljónir króna þannig sama hvernig fer í Skotlandi fær Haraldur sín hæstu sigurlaun á ferlinum.
Golf Tengdar fréttir Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00 Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Woods: Carnoustie völlurinn sá erfiðasti Um næstu helgi fer fram Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er leikið á Carnoustie vellinum í Skotlandi. Tiger Woods segir völlinn þann erfiðasta sem Opna breska meistaramótið er haldið á. 16. júlí 2018 07:00
Haraldur byrjar snemma á Opna breska Haraldur Franklín Magnús hefur leik á Opna breska meistaramótinu í golfi á fimmtudag, fyrstur íslenskra karla. Hann leikur með þeim James Robinson og Zander Lombard á fyrsta hringnum. 16. júlí 2018 14:00