Hundruð boða komu sína á mótmæli á Austurvelli vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:03 Stuðningsfólk ljósmæðra hefur mætt að húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarnar vikur þegar þar hefur verið fundað í deilunni. Vísir/Elín Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Sjá meira
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28