Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:32 Alma D. Möller, landlæknir, lýsir miklum áhyggjum af stöðunni í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Stöð 2/Aðsend Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fleiri fréttir Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28