Punktur á korti kveikti áhugann á Færeyjum Stefán Þór Hjartarson skrifar 16. júlí 2018 06:00 Matthew Workman hefur haldið úti the Faroe Island Podcast í um áratug. Fréttablaðið/Stefán Þór Matthew Workman er bandarískur fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður frá New York-fylki. Hann hefur haldið úti hlaðvarpsþættinum The Faroe Islands Podcast um Færeyjar í næstum 10 ár og er búinn að gera 300 þætti um landið. Mörg hundruð þúsund hlusta á þáttinn, alls staðar að úr heiminum, og hefur hann unnið til verðlauna fyrir þáttinn. Áhugi hans á Færeyjum kviknaði fyrir algera tilviljun en Matthew hélt úti bloggsíðu og einn daginn sá hann að Færeyingur hafði lesið bloggið. Blaðamaður hitti þennan merkilega, og að hans sögn léttgeggjaða, mann á G! Festival í Færeyjum þangað sem hann mætir á hverju ári og hefur gert í ein níu ár núna. „Fyrir ellefu árum hélt ég úti bloggi sem aðeins vinir og fjölskylda lásu. Stundum skoðaði ég á Google Analytics hvaðan fólk væri sem las bloggið mitt – einn daginn sá ég að einhver las bloggið mitt frá litlum punkti í miðju hafinu. Hvað í fjáranum er þetta? hugsaði ég. Þarna hafði einhver frá Færeyjum lesið bloggið mitt. Fyrir ellefu árum voru ekki miklar upplýsingar um Færeyjar á netinu á ensku – það var Wikipedia-síða og smá annað. En þetta kveikti í ímyndunarafli mínu þannig að ég reyndi að finna eitthvað meira um þetta land – en jafnvel þó að það væri ekki mikið af upplýsingum þá voru ótrúlega margar fallegar myndir af Færeyjum úti um allt. Þar á meðal kirkju sem bara kallaði á mig. Ég fékk flugu í höfuðið – hingað muntu koma einn daginn, það er þitt vandamál að finna út hvernig þú kemur þér hingað en það mun gerast.“ Í samtölum við vini sína var Workman stanslaust að minnast á Færeyjar, land sem enginn þeirra vissi neitt um, og eftir að þeir gerðu grín að honum fyrir það fór hann að skrifa blogg um landið. Í fyrsta blogginu sínu um Færeyjar sagðist hann að sjálfsögðu vera mesti sérfræðingur Bandaríkjanna um eyjurnar og einnig sagðist hann vona að fleiri Færeyingar myndu lesa bloggið – hann viðurkennir að þetta hafi byrjað sem hálfgert grín, þó að honum sé illa við að nota orðið grín, en fljótlega þróaðist þetta út í eitthvað miklu, miklu meira.Úlfur Úlfur var meðal hljómsveita sem lék á hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Stefán Þór„Ég var að grínast en á sama tíma var ég mjög alvarlegur. Þetta var smá eins og þegar maður var ungur og var skotinn í stelpu og til að ná athygli hennar kýldi maður hana í höndina. Á hverjum föstudegi skrifaði ég nýja bloggfærslu um Færeyjar – og loksins kom komment einn daginn frá einhverjum í Færeyjum sem þakkaði mér fyrir áhugann á litla landinu sínu. Ég hafði samband við hann og við urðum vinir. Það endaði með því að hann fékk mig til að byrja á Facebook þar sem hann kynnti mig fyrir alls konar færeysku fólki – þar á meðal forsætisráðherranum. Ég var einn af fyrstu vinum hans á Facebook.“ Matthew og færeyski vinur hans ákváðu að gera eitthvað saman og úr varð hlaðvarpsþátturinn The Faroe Islands Podcast sem núna hefur verið í gangi í níu og hálft ár. Matthew hafði aldrei komið til Færeyja en var samt búinn að eignast fjölda vina þaðan og var í bullandi hlaðvarpsgerð um landið. Í þáttunum taka þeir viðtöl við merkilega Færeyinga í gegnum Skype, segja fréttir frá landinu og spila upptökur frá merkilegum viðburðum á eyjunum. Í raun er allt sem gerist í Færeyjum það sem Matthew hefur áhuga á og sérstaklega að vekja tilfinningar hjá hlustendum með hljóðupptökum. „Hugmyndin var að kalla fram tilfinningar hjá hlustendum, láta þeim líða eins og þeir væru staddir í Færeyjum – í dag sé ég að þetta var algjörlega geðbilað enda hafði ég á þessum tímapunkti aldrei komið á staðinn sjálfur.“ Færeyjastofa hringdi í Matthew stuttu eftir þetta og honum var boðið í heimsókn – hann skellti sér til Færeyja í fyrsta skipti og tók upp nokkra þætti í Færeyjum. Síðan þá hefur hann auðvitað haldið þættinum áfram úti og nánast mætt á hverja einustu G! Festival hátíð. Þáttinn og fleiri upplýsingar má nálgast á faroepodcast.com. Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Norðurlönd Tónlist Tengdar fréttir G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Matthew Workman er bandarískur fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður frá New York-fylki. Hann hefur haldið úti hlaðvarpsþættinum The Faroe Islands Podcast um Færeyjar í næstum 10 ár og er búinn að gera 300 þætti um landið. Mörg hundruð þúsund hlusta á þáttinn, alls staðar að úr heiminum, og hefur hann unnið til verðlauna fyrir þáttinn. Áhugi hans á Færeyjum kviknaði fyrir algera tilviljun en Matthew hélt úti bloggsíðu og einn daginn sá hann að Færeyingur hafði lesið bloggið. Blaðamaður hitti þennan merkilega, og að hans sögn léttgeggjaða, mann á G! Festival í Færeyjum þangað sem hann mætir á hverju ári og hefur gert í ein níu ár núna. „Fyrir ellefu árum hélt ég úti bloggi sem aðeins vinir og fjölskylda lásu. Stundum skoðaði ég á Google Analytics hvaðan fólk væri sem las bloggið mitt – einn daginn sá ég að einhver las bloggið mitt frá litlum punkti í miðju hafinu. Hvað í fjáranum er þetta? hugsaði ég. Þarna hafði einhver frá Færeyjum lesið bloggið mitt. Fyrir ellefu árum voru ekki miklar upplýsingar um Færeyjar á netinu á ensku – það var Wikipedia-síða og smá annað. En þetta kveikti í ímyndunarafli mínu þannig að ég reyndi að finna eitthvað meira um þetta land – en jafnvel þó að það væri ekki mikið af upplýsingum þá voru ótrúlega margar fallegar myndir af Færeyjum úti um allt. Þar á meðal kirkju sem bara kallaði á mig. Ég fékk flugu í höfuðið – hingað muntu koma einn daginn, það er þitt vandamál að finna út hvernig þú kemur þér hingað en það mun gerast.“ Í samtölum við vini sína var Workman stanslaust að minnast á Færeyjar, land sem enginn þeirra vissi neitt um, og eftir að þeir gerðu grín að honum fyrir það fór hann að skrifa blogg um landið. Í fyrsta blogginu sínu um Færeyjar sagðist hann að sjálfsögðu vera mesti sérfræðingur Bandaríkjanna um eyjurnar og einnig sagðist hann vona að fleiri Færeyingar myndu lesa bloggið – hann viðurkennir að þetta hafi byrjað sem hálfgert grín, þó að honum sé illa við að nota orðið grín, en fljótlega þróaðist þetta út í eitthvað miklu, miklu meira.Úlfur Úlfur var meðal hljómsveita sem lék á hátíðinni í ár.Fréttablaðið/Stefán Þór„Ég var að grínast en á sama tíma var ég mjög alvarlegur. Þetta var smá eins og þegar maður var ungur og var skotinn í stelpu og til að ná athygli hennar kýldi maður hana í höndina. Á hverjum föstudegi skrifaði ég nýja bloggfærslu um Færeyjar – og loksins kom komment einn daginn frá einhverjum í Færeyjum sem þakkaði mér fyrir áhugann á litla landinu sínu. Ég hafði samband við hann og við urðum vinir. Það endaði með því að hann fékk mig til að byrja á Facebook þar sem hann kynnti mig fyrir alls konar færeysku fólki – þar á meðal forsætisráðherranum. Ég var einn af fyrstu vinum hans á Facebook.“ Matthew og færeyski vinur hans ákváðu að gera eitthvað saman og úr varð hlaðvarpsþátturinn The Faroe Islands Podcast sem núna hefur verið í gangi í níu og hálft ár. Matthew hafði aldrei komið til Færeyja en var samt búinn að eignast fjölda vina þaðan og var í bullandi hlaðvarpsgerð um landið. Í þáttunum taka þeir viðtöl við merkilega Færeyinga í gegnum Skype, segja fréttir frá landinu og spila upptökur frá merkilegum viðburðum á eyjunum. Í raun er allt sem gerist í Færeyjum það sem Matthew hefur áhuga á og sérstaklega að vekja tilfinningar hjá hlustendum með hljóðupptökum. „Hugmyndin var að kalla fram tilfinningar hjá hlustendum, láta þeim líða eins og þeir væru staddir í Færeyjum – í dag sé ég að þetta var algjörlega geðbilað enda hafði ég á þessum tímapunkti aldrei komið á staðinn sjálfur.“ Færeyjastofa hringdi í Matthew stuttu eftir þetta og honum var boðið í heimsókn – hann skellti sér til Færeyja í fyrsta skipti og tók upp nokkra þætti í Færeyjum. Síðan þá hefur hann auðvitað haldið þættinum áfram úti og nánast mætt á hverja einustu G! Festival hátíð. Þáttinn og fleiri upplýsingar má nálgast á faroepodcast.com.
Birtist í Fréttablaðinu Færeyjar Norðurlönd Tónlist Tengdar fréttir G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár. 13. júlí 2018 06:00