Kveikur í sæðingum vegna mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2018 20:15 Kveikur hefur meira en nóg að gera á Króki í Ásahreppi þar sem sæðið er tekið úr honum af dýralækni og í framhaldinu er merar sæddar sem eiga pantað undir hann. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur. Dýr Hestar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur.
Dýr Hestar Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira