Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 11:00 Elon Musk. Vísir/Getty Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi. Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Auðkýfingurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Tilgangur samtakanna er að tryggja yfirráð Repúblikanaflokksins yfir fulltrúadeild Bandaríkjaþings og nota þau til að koma stefnum Trump stjórnarinnar í framkvæmd. Þar á meðal eru tilslakanir í umhverfisverndarlögum en Repúblikanar hafa talið fyrir því að leggja niður loftslagsstofnun Bandaríkjanna með öllu. Stofnunin sér um að framfylgja lögum og stöðlum um menganir og umhverfisvernd. Musk styrkti Protect the House um meira en fjórar milljónir króna en alls söfnuðust um 850 milljónir á síðasta ársfjórðungi. Það þýðir að hann hafnaði á lista yfir 50 örlátustu styrktaraðila þeirra. Þetta vekur athygli í ljósi þess að Musk er yfirlýstur sósíalisti og segist hafa stofnað rafbílafyrirtækið Tesla til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi viðurkenna hins vegar fæstir loftslagsvísindi yfir höfuð, hvað þá að þeir láti sig umhverfismál varða. Hefur Musk gagnrýnt stjórnmálamenn harðlega í gegnum tíðina fyrir slíka afneitun. Musk hefur varið síðustu klukkutímum í nauðvörn á Twitter þar sem hann segir meðal annars „I am not a top donor to any political party“ – sem virðist vísvitandi útúrsnúningur þar sem enginn hefur sakað hann um neitt slíkt.Reports that I am a top donor to GOP are categorically false. I am not a top donor to any political party.— Elon Musk (@elonmusk) July 15, 2018 Hann er hins vegar á lista yfir „top donors“ þessara samtaka sem berjast fyrir yfirráðum Repúblikana á þinginu. Þeirri ásökun kýs hann að svara ekki með beinum hætti. Musk segir einnig á Twitter síðu sinni að hann hafi aldrei sjálfur skrifað undir neina ávísun til stjórnmálasamtaka, það er aftur útúrsnúningur þar sem alltaf hefur legið fyrir að um millifærslur var að ræða frá fyrirtæki hans.Sagður nota taílensku drengina sér til framdráttar Þetta er búin að vera slæm vika fyrir Elon Musk en hann sætir harðri gagnrýni fyrir að troða sér inn i fjölmiðlaumfjöllun um taílensku fótboltadrengina sem sátu fastir í helli. Musk mætti á svæðið og fékk að fara inn í hellinn til að kanna aðstæður fyrir lítinn kafbát sem hann vildi nota til að ná drengjunum út. Sérfræðingar sem unnu að björgun drengjanna hafa meðal annars sagt Musk að troða kafbátnum upp í óæðri endann á sér og skammast sín fyrir uppátækið. Aldrei hafi verið möguleiki á að tækið virkaði og tilgangur Musk hafi verið að auglýsa sjálfan sig og fyrirtæki sín. Honum hafi verið sagt að hypja sig frá vettvangi.
Stj.mál Tengdar fréttir Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00 Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19 Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Sjá meira
Musk ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir að vilja aðstoða Bandaríski tæknifrumkvöðullinn Elon Musk er ýmist hylltur eða gagnrýndur harðlega fyrir tilraunir hans og samstarfsfélaga til þess að finna lausn til þess að koma knattspyrnudrengjunum tólf og þjálfara þeirra út úr hellinum í Taílandi. 10. júlí 2018 15:00
Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá. 9. júlí 2018 00:19
Björgunarmaður vandar Musk ekki kveðjurnar: „Hann má stinga kafbátnum sínum þar sem hann verkjar“ Kafarinn, Vern Unsworth, er sagður hafa leikið lykilhlutverk í björgunaraðgerðunum í Tælandi. 14. júlí 2018 19:02
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna