Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. júlí 2018 07:30 Síðasti samningafundur í ljósmæðradeilunni var árangurslaus og ekki hefur verið boðað til nýs fundar. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag í næstu viku þarf nýja áætlun á Landspítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. Stjórnendur Landspítala hafa gripið til þess ráðs að beita ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að skylda ljósmæður til að vinna yfirvinnu. Þetta var ákveðið þar sem ljóst þótti að neyðaráætlunin sem verið hefur í gildi frá síðustu mánaðamótum dygði ekki lengur til að manna vaktir. Spítalinn getur þó aðeins nýtt sér þessi ákvæði þangað til áður boðað yfirvinnubann ljósmæðra tekur gildi næstkomandi miðvikudag. Með þessum aðgerðum verður hins vegar hægt að manna vaktir helgarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum tókst það með naumindum með því að beita ýmsum úrræðum. Komi til yfirvinnubanns á miðvikudag muni þurfa nýja áætlun. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar Ljósmæðrafélags Íslands, segir að ljósmæðrum sé auðvitað umhugað um að öryggi mæðra og barna verði tryggt. „Það er samt alltaf spurning hvað er hægt að láta sama fólkið vinna mikið. Hvað við getum látið jafn fáa leysa af hendi störf svona margra í langan tíma án þess að það skapi hættu.“ Katrín segir að ef til yfirvinnubannsins komi muni þurfa að sækja um undanþágur fyrir hvert tilvik. Undanþágunefnd sé starfandi sem muni taka ákvarðanir um slíkar beiðnir. „Deildirnar hafa verið keyrðar á neyðarmönnun og svigrúmið lítið. Ljósmæður af öðrum deildum hafa verið að taka vaktir en það verður ekki í boði ef og þegar yfirvinnubannið tekur gildi. Það verður ekki hægt að neyða fólk til að vinna.“ Katrín segir samningana auðvitað á ábyrgð fjármálaráðherra en að heilbrigðisráðherra hafi áður stigið inn í með fjármagn í stofnanasamning. Það sé það sem þurfi nú til. „Ábyrgðin er þeirra. Þetta er ákall um að störf okkar verði metin að verðleikum.“ Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni en ríkissáttasemjari sagði eftir síðasta fund að það yrði að óbreyttu ekki gert á næstu dögum. „Reynslan sýnir okkur að vopnin hafa verið slegin úr höndunum á okkur. Lagasetning kæmi því ekki á óvart. Ég vona innilega að til þess komi ekki og að ekki þurfi að koma til yfirvinnubannsins. Vonandi verður gripið inn í með skynsamlegum hætti áður,“ segir Katrín.sighvatur@frettabladid.is
Kjaramál Tengdar fréttir „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37