Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2018 06:00 Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00