Ólafía á góða möguleika á að komast áfram eftir stöðugan fyrsta hring Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2018 23:03 Ólafía Þórunn var mjög stöðug í dag víris/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða. Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði gríðarlega stöðugt golf á fyrsta hring Marathon Classic mótsins sem fram fer í Ohio. Ólafía er jöfn í 43. sæti á einu höggi undir pari. Ólafía byrjaði virkilega vel og fékk fugl á þriðju holu eftir að hafa náð góðum pörum á fyrstu tveimur holunum. Höggin fóru ekki alveg eftir bókinni á næstu holum en hún náði alltaf að landa pari og var að spila virkilega stöðugt og gott golf. Eftir 13 pör í röð var Ólafía komin á 17. holu í vænlegri stöðu, með langt pútt fyrir erni. Það fór aðeins of skarpt til vinstri. Erfiðlega gekk að koma kúlunni ofan í holuna og fyrsti og einni skollinn leit dagsins ljós. Ólafía svaraði skollanum hins vegar glæsilega, með fugli á lokaholunni og lauk leik á einu höggi undir pari í 43.-57. sæti. Ólafía var með þeim síðustu út á völlinn í kvöld og eru því nær allir kylfingar búnir með sinn fyrsta hring. Efstar eru Thidapa Suwannapur og Caroline Hedwall á sex höggum undir pari. Miðað við stöðu kylfinga eftir þennan fyrsta hring væri niðurskurðarlínan líklega við parið svo Ólafía er í ágætum málum, nái hún að vera undir parinu á morgun þá ætti hún að sleppa í gegn án mikilla vandræða.
Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira