Tilefni auglýsingaherferðinnar er tíu ára afmæli Peekaboo-töskunnar, tösku úr smiðju Fendi, en Kardashian-mæðgurnar sitja bæði fyrir á myndum fyrir tískuhúsið og leika í stuttmynd. Lag Kanye West, Love Lockdown, er spilað í myndinni þar sem mæðgurnar sjást hafa það huggulegt við sundlaug og ganga um akur í sólskininu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fjölskyldan hefur leitt saman hesta sína í auglýsingaherferðum. Kim og systur hennar Khloe, Kourtney, Kylie og Kendall sátu fyrir í auglýsingu tískuhússins Calvin Klein í fyrra.
Tíst Kim um Fendi-herferðina, ásamt broti úr téðri stuttmynd, má sjá hér að neðan.
These @fendi memories I will always cherish shooting this campaign with my mom @krisjenner & daughter. Video shot by @marcushyde celebrating the anniversary of the Peek A Boo bag! #FendiFamily #MeAndMyPeekABoo pic.twitter.com/uCXuktnN37
— Kim Kardashian West (@KimKardashian) July 10, 2018