Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Bresk stjórnvöld undirbúa sig undir það að yfirgefa Evrópusambandið án þess að náðst hafi samningur milli deilenda. VÍSIR/AFP Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21