Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 20:34 Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 NATO Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018
NATO Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira