Fótboltinn kominn heim og á toppinn í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 14:19 Stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Vísir/Getty Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira
Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira
Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00
Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00