Hræddust svo björninn að þeir gleymdu að taka mynd Gissur Sigurðsson skrifar 10. júlí 2018 07:38 Þetta er ekki björninn sem um ræðir, heldur útlenskur myndabankabjörn. Vísir/getty Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. Þrír erlendir veiðimenn á svæðinu tilkynntu um kvöldmatarleytið í gær að þeir hafi séð eitthvað sem þeir töldu örugglega vera hvítabjörn og ekki þótti ástæða til að rengja þá. Lögreglan á Norðurlandi eystra brást þegar við og sendi menn á vettvang og kom upplýsingum á framfæri við ferðamenn og heimamenn eftir því sem tök voru á.Sjá einnig: Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á MelrakkasléttuÞá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem leitaði í allt gærkvöld og til klukkan eitt í nótt, þegar hún snéri svo til Akureyrar. Lögreglan hvetur alla sem kunna að sjá til hvítabjarnarins að hringja þegar í neyðarlínuna. Að sögn lögreglunnar er engin ástæða til að rengja tilkynnendur sem fyrr segir og hafi hún þegar rætt við þá. Þeir segja að þeim hafi orðið svo brugðið að í fáti sínu hafi þeir gleymt að taka mynd af dýrinu. Þess í stað tóku þeir til fótanna og hlupu allt að af tók niður í bílinn, sem þeir voru á, en það var um þriggja kílómetra leið. Lögregla og aðrir viðeigandi aðilar munu endurmeta stöðuna á fundi klukkan átta. Þyrlan verður enn til taks á Akureyri. Dýr Tengdar fréttir Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Engar nýjar vísbendingar bárust í nótt um ferðir hvítabjarnar á Melrakkasléttu, í grennd við Raufarhöfn, sem greint var frá í gær. Þrír erlendir veiðimenn á svæðinu tilkynntu um kvöldmatarleytið í gær að þeir hafi séð eitthvað sem þeir töldu örugglega vera hvítabjörn og ekki þótti ástæða til að rengja þá. Lögreglan á Norðurlandi eystra brást þegar við og sendi menn á vettvang og kom upplýsingum á framfæri við ferðamenn og heimamenn eftir því sem tök voru á.Sjá einnig: Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á MelrakkasléttuÞá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út sem leitaði í allt gærkvöld og til klukkan eitt í nótt, þegar hún snéri svo til Akureyrar. Lögreglan hvetur alla sem kunna að sjá til hvítabjarnarins að hringja þegar í neyðarlínuna. Að sögn lögreglunnar er engin ástæða til að rengja tilkynnendur sem fyrr segir og hafi hún þegar rætt við þá. Þeir segja að þeim hafi orðið svo brugðið að í fáti sínu hafi þeir gleymt að taka mynd af dýrinu. Þess í stað tóku þeir til fótanna og hlupu allt að af tók niður í bílinn, sem þeir voru á, en það var um þriggja kílómetra leið. Lögregla og aðrir viðeigandi aðilar munu endurmeta stöðuna á fundi klukkan átta. Þyrlan verður enn til taks á Akureyri.
Dýr Tengdar fréttir Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Lögreglu tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til og mun hún fljúga yfir svæðið. 9. júlí 2018 21:22