Heilunin fólst í því að tjá sig um ofbeldið Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2018 17:15 María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur. Vísir/María Rut Kristinsdóttir María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason Druslugangan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
María Rut Kristinsdóttir, aktívisti og aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, var ein þeirra sem ávarpaði Druslugönguna í ár. María Rut ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttir, hefur verið framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti síðustu ár og var hún meðal annars talskona Druslugöngunnar á árunum 2013-2015. Í ræðu sinni talaði María um ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu uppeldisföður síns og hvaða áhrif það hafði á hana. Hún segist hafa ætlað að harka ofbeldið af sér og lokaði á allar tilfinningar eftir tveggja ára ferli innan réttarkerfisins, en uppeldisfaðir hennar var sýknaður í málinu. Það var því kærkomið þegar Druslugangan hafði samband við hana árið 2013 og bað hana um að vera talskona göngunnar. Hún hafði þá tjáð sig um ofbeldið í fjölmiðlum og tilboðið komið flatt upp á hana, en hún hafi fundið kraftinn til að horfast í augu við áhrif ofbeldisins.María ásamt eiginkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur, í göngunni í dag.Vísir/María Rut Kristinsdóttir„Með hjálp Drusluteymisins, sem ég elska af öllu hjarta, og með því að fara í ótal viðtöl til að ræða mikilvægi göngunnar og þess að uppræta ofbeldið fann ég að hægt og rólega gat ég skorið af mér þau þykku lög sem ég var búin að smyrja utan um mig og berskjaldaði mig alltaf meir og meir. Það var dýrmætt.“ Í ræðunni segir María það vera mikilvægt að umræðan sé opnuð, því það að geta rætt opinskátt um ofbeldið geti verið mikilvægt skref í bataferli þolenda. Hennar eigin heilun hafi falist í því að tjá sig og það séu mistök að loka tilfinningar inni. „Tilfinningar eru nefnilega eins og suðupottur, ef maður setur lokið á mun alltaf flæða upp úr.“ Samfélagið þurfi að ákveða hvernig tekið sé á móti gerendum María segir þróun göngunnar hafa verið ótrúlega og hún hafi verið stór þáttur í því að þolendur hafi loksins fundið hugrekkið til að stíga fram. Samstaðan sé einstök og það veiti þolendum kraft til þess að rjúfa þögnina sem hefur fengið að ráða för alltof lengi. Þá segir hún að samfélagið þurfi að finna út úr því hvernig tekið verði á móti þeim sem beita ofbeldi. Það sé ekki mikið rými til þess að viðurkenna brot og það sé auðveldara fyrir gerendur að neita fyrir verknaðinn. Í kjölfarið brotaþolar ekki þá viðurkenningu á verknaðinum, sem getur verið mikilvægur þáttur í því að vinna úr slíku. „Mig dreymir um samfélag þar sem hægt er að takast á við vandann á annan hátt, mig dreymir um mun kröftugri fræðslu um samskipti og kynlíf.“, segir María og bætir við að þriðjungur gerenda hér á landi séu börn í skilningi laga. Með tilkomu Druslugöngunnar segir hún hafa skapast vettvangur til þess að ræða kynferðisbrot opinskátt og fræða aðstandendur um þessi mál. Hún hafi sjálf öðlast það tækifæri með göngunni og endurheimt samskipti við sína nánustu. Hún hafi lært að tala um ofbeldið og það hafi orðið til þess að hún hafi náð miklum bata. „Ég er ekki að segja að ég sé orðin fullkomlega heil, en ofbeldið sem eitt sinn skilgreindi hver ég er, skilgreinir mig ekki lengur.“Frá Druslugöngunni 2015.Vísir/Valgarður Gíslason
Druslugangan Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira