Hlýtt en hvasst á morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. júlí 2018 14:40 Hlýindi úr austri koma yfir landið með látum á morgun. Veðurstofa Íslands „Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars. Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
„Vissulega er spáð hlýju lofti á morgun, en óvissa er um hvað af því nær til yfirborðs og staldrar við,“ segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hlýtt loft kemur út austri með uppruna frá meginlandinu. Lægð við Skotland beinir því til landsins. Að sögn Einars er loftið óvenju hlýtt í 1.000 til 2.000 metra hæð í kjarna þessa lofts. „Það sem ég reikna með á morgun er að það komi hlýindi úr austri sem fara vestur yfir landið með látum. Loftið er óvenjulega hlýtt fyrir ofan okkur og svo rífur landið í svo það verður sums staðar dálítið hvasst með þessu og eiginlega hvass vindur í lofti um land allt.“ Einar mælist til þess að ferðalangar, sérstaklega hálendinu þar sem vindhviður verða hvassar, treysti festingar sínar fyrir nóttina. Einar gerir ráð fyrir það að vindhraði á hálendinu verði 18-23 m/s en 10-15 m/s á láglendi. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram: „Vegfarendur um land allt hafi varann á, þar sem útlit er fyrir að óvenjuhvasst verði í kvöld og nótt um mest allt land. Á hálendinu stormur og mögulega sandfok. 18-12 m/s sums staðar í byggð, einkum suðaustanlands. Sviptivindar í Öræfum og hviður þar allt að 30-35 m/s frá því nú upp úr hádegi og til morguns.“ Einar segir að sums staðar nái vindurinn sé ekki á strik, til dæmis á Akureyri og í Reykjavík. Aðspurður segir Einar að hiti gæti orðið tiltölulega hár með þetta hlýja loft yfir landinu en þá þurfi það líka að komast alla leið niður. „Það er tvennt sem getur komið loftinu niður. Annars vegar vindur, eins og verður á morgun og hins vegar sól en það er útlit fyrir að það verði að mestu leyti skýjað,“ segir Einar sem bætir við: „Slái til með sól og vindi og þá getur hitinn hæglega yfir 20 og jafnvel 25 stig, þó mér þyki það nú ólíklegt nema eins og á stöku stað. Líklegast að það verði um norðvestan og vestanvert landið sem það getur gerst um miðjan dag á morgun.“ Kuldaskil koma síðan úr suðri og strax seinni partinn á morgun verður hellirigning um tíma, sérstaklega sunnan til.Hér að neðan er hægt að lesa veðurpistil Einars.
Veður Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira