Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:35 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. Vísir/eyþór Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður Samninganefndar ljósmæðra, á frekar von á því en ekki að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir í tvo sólarhringa. Katrín segir þó að reiði og vantraust í garð ríkisstjórnarinnar gæti haft áhrif á niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Á fundi ljósmæðra sem haldinn var síðastliðið sunnudagskvöld hafi umræðurnar verið um þetta vantraust. Þær séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina og nokkrar ljósmæður velkist í vafa um það hvort hægt sé að treysta því sem sagt er. „Það endurspeglar það sem á undan hefur gengið,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Framganga ríkisstjórnarinnar í garð ljósmæðra hafi verið „harkaleg“ eins og Katrín kemst að orði. Það ríki ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar. Atkvæðagreiðsla Ljósmæðrafélagsins um miðlunartillögu ríkissáttasemjara hófst um hádegi í fyrradag og lauk nú um hádegi í dag. Fulltrúar úr báðum samninganefndum hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan 14 í dag til þess að fara yfir niðurstöðuna og laust eftir klukkan tvö verður gefin út tilkynning um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar. „Maður hefur aldrei kynnst öðru eins,“ segir Katrín sem vísar í ógreidd laun sem ljósmæður eiga inni samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms. „Konur eiga inni fleiri hundruð þúsunda í ógreidd laun fyrir sannarlega unna vinnu þegar verkfallið stóð yfir 2015. Við förum með það í mál og vinnum það í Héraðsdómi og ríkið áfrýjar og málið situr enn á borði Hæstaréttar og ekki enn búið að taka það fyrir og síðan eru liðin þrjú ár,“ segir Katrín. Mesta reiðin eigi rætur sínar að rekja til þess tíma. Aðspurð segist Katrín ekki vita til þess að konur hafi dregið uppsagnir sínar til baka. Hún segir að það séu nokkrar ljósmæður, sem sögðu starfi sínu lausu, að bíða eftir því að vita hvað kemur út úr atkvæðagreiðslunni. Þá eru aðrar sem vilji vita niðurstöðu gerðardóms „svo það sé alveg á hreinu að það komi hlutlaust mat og að verðmætamatið endurspeglist í því“. Katrín segist auk þess vita dæmi þess að nokkrar ljósmæður sem sögðu starfi sínu lausu séu búnar að ráða sig annars staðar og hafi ekki í hyggju að snúa til baka. „Þær hafa bara fengið nóg, algjörlega, og geta ekki hugsað sér að snúa til baka og hugsa með sér að það sé ekki álagsins og áhættunnar virði.“ Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillöguna í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent