Herraföt orðin meira spennandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Ási hefur á síðustu árum verið að færa sig meira yfir í herratískuna. Aðsend Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira
Fatahönnuðurinn Ási Már Friðriksson hefur stofnað nýtt fatamerki, Kismet, og sendir frá sér glænýja línu inn í haustið. Um er að ræða herraföt og fyrsta línan verður aðeins efri partar. „Þessi lína er dálítið klassísk í sniðum – ég leit til americano-lúkksins, þannig að á þessu er svolítill suðurríkjablær. Þetta er með smá „twisti“. Það er alltaf svolítill höfuðverkur þegar maður er að hanna á stráka að maður vill ekki fara í of flippað né heldur of venjulegt og „boring“ – það er mjó lína þarna á milli. Þetta eru bara efri partar að þessu sinni. Vandamálið við að gera buxur er að það eru svo margar stærðir og maður þarf að panta svo mikið fyrir hverja stærð og svo framvegis. En það kemur bara seinna,“ segir Ási en hann er búinn að vera að undirbúa línuna síðasta árið þó að pælingin hafi fæðst nokkru áður en það. „Ég er menntaður fatahönnuður úr Listaháskólanum og hef verið að gera ýmislegt í gegnum árin en alltaf með þetta svona á bak við eyrað. Ég sérhæfði mig í kvenfatnaði en undanfarin ár hef ég verið að færast nær strákafötunum, það er svolítið spennandi markaður – þetta hefur verið að breytast og er orðinn stærri markhópur en áður.“Brot úr línunni sem kemur í september. Ási segir línuna vera í smá americano stíl.Ási segir að þetta hafi breyst frá því sem áður var þegar strákar áttu bara að vera í gallabuxum og hvítum bolum og öðru auðveldu. „Þetta er að breytast með tíðinni – strákar hafa ólíkar skoðanir og finnst mismunandi hlutir fínir, sem er mjög spennandi og þessi flóra er algjörlega að breikka.“ Ási segir útlitið á línunni í raun hafa bara sprottið út frá hans eigin tilfinningum og ekki eiga sér neinn sérstakan aðdraganda. „Þetta er eitthvað sem gerðist, þessi tilfinning og fílingur sem maður sjálfur er í. Þetta eru aðgengileg föt og ég vildi hafa þetta þannig að þú þyrftir ekki að kaupa heilan galla heldur getur þetta blandast inn í það sem þú ert með í fataskápnum nú þegar. Þetta er pínu prufulína í raun, það er auðvitað flókið að gera þetta og dýrt, þannig að maður er aðeins að dýfa tánum ofan í og kanna hvað virkar og hvað virkar ekki.“ Ási segir útgáfudaginn ekki alveg settan, það eru nokkur praktísk atriði sem á eftir að leysa úr, meðal annars hvort línan fari í umboðssölu eða hvort hann selji hana sjálfur. En hann reiknar með að línan komi út í september. Kismet.love er vefsíða merkisins og það er engin tilviljun að lénið sé love. „Þetta er svolítið formerkið á línunni. Það eru falin tákn á flíkunum og þú verður að leita að þeim. Þetta er smá sem verður gegnumgangandi í næstu línum frá mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Sjá meira