Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 15:15 Axel Bóasson mætir til Eyja. mynd/gsímyndir.net Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson. Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Íslandsmótið í golfi hefst á Vestmannaeyjavelli á fimmtudaginn en þar verður Haraldur Franklín Magnús í eldlínunni, aðeins sex dögum eftir að ljúka keppni á Opna breska meistaramótinu í Skotlandi. Haraldur hefur ekki orðið Íslandsmeistari síðan að hann sigraði á mótinu árið 2012 þá aðeins tvítugur að aldri en þykir ansi líklegur til afreka miðað við spilamennskuna í sumar. Hann fær þó heldur betur samkeppni því Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili og ríkjandi Íslandsmeistari í höggleik, hefur ákveðið að vera með eftir að búið var að gefa út að hann myndi ekki taka þátt.Haraldur Franklín var nálægt sínum öðrum titli í fyrra.mynd/gsímyndir.netBörðust um sigurinn í fyrra Axel ætlaði að vera í fríi um næstu helgi, að því fram kemur á Kylfingur.is, en hefur ákveðið að vera með í Eyjum þar sem að hann reynir að verja Íslandsmeistaratitilinn. Axel er tvöfaldur meistari en hann vann einnig árið 2011, ári á undan Haraldi. Þeir félagarnir háðu svakalega baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra sem endaði með því að Axel hafði betur í bráðabana og vann sinn annan Íslandsmeistaratitil. Haraldur og Axel eru ekki einu atvinnumennirnir sem verða með í Eyjum því Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Andri Björnsson og Ólafur Björn Loftsson eru allir skráðir til leiks. Eini atvinnumaðurinn sem ekki tekur þátt er Birgir Leifur Hafþórsson.
Golf Tengdar fréttir Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30