Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 22:08 Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi. Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. Það sé greinilegt að íbúar í Mosfellsdal, sem lengi hafa kallað eftir úrbótum á veginum, tali ekki fyrir daufum eyrum.Sjá einnig: Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ „Það er alveg sjálfsagt, það er mjög gott að það hafi verið brugðist svona skjótt við þó að tilefnið hafi verið sorglegt,“ segir Bjarki Bjarnason, forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ er hann er inntur eftir því hvort væntanlegt framúrakstursbann Vegagerðarinnar sé bæjaryfirvöldum fagnaðarefni.Mbl hafði eftir Jónasi Snæbjörnssyni, starfandi forstjóra Vegagerðarinnar, í kvöld að á vegkaflanum yrði yfirfarin miðlína og hún gert heil. Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað kallað eftir því að öryggi á Þingvallavegi verði bætt en banaslys varð á vegkaflanum á laugardag. „Þetta mun náttúrulega þýða það að það er ekki verið að taka fram úr þarna, sem er stórháskalegt þar sem þarna er svo mikið af afleggjurum, þessi langi beini kafli í gegnum dalinn. Maður veit aldrei hvenær bíll getur komið fram af afleggjara beint í flasið á manni, svo þetta er bara fagnaðarefni,“ segir Bjarki.Fyrsta svar við bréfi um úrbætur Þangað til nú höfðu bæjaryfirvöld ekki fengið svar við bréfi sem sent var Vegagerðinni í maí síðastliðnum. Í bréfinu var Vegagerðin hvött til að láta skoða ákveðnar tillögur bæjarstjórnar varðandi öryggismál á Þingvallavegi. Einn aðalpunkturinn í bréfinu var einmitt að banna framúrakstur á vegkaflanum. Þá hefur verið boðað til íbúafundar við Suðurá í Mosfellsdal klukkan 20 annað kvöld þar sem öryggi á Þingvallavegi verður eina mál á dagskrá, að því er segir í fundarboði sem sent var á fjölmiðla í dag. Þar á meðal verður farið yfir hugmyndir um kantmálun, þéttbýlishlið og hraðamyndavélar á vegkaflanum. Ekki er ljóst hvenær framúrakstursbannið á Þingvallavegi tekur gildi. Í frétt Mbl segir að úrbætur séu háðar deiliskipulagi, afgreiðslu samgönguáætlunar og fjármagni. Þá séu önnur svæði, svo sem á Kjalarnesi, í forgangi.
Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Slysið varð eftir framúrakstur Bílslysið á sem varð á fjórða tímanum í gær varð eftir framúrakstur. 22. júlí 2018 11:09