Öruggara á internetinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 23. júlí 2018 06:00 Ráðstefnan hefst í Hörpu í dag klukkan níu. Fréttablaðið/SigtryggurAri Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon og athafnakonan Áslaug Magnúsdóttir og hin svokallaða ONE hreyfing í samstarfi við Actai Global, standa fyrir ráðstefnu í Hörpu í dag um bálkakeðjur. „Við getum orðað það sem svo að bálkakeðjan sé öruggur staður til að vera á,“ segir Jakob Frímann, léttur í bragði. Bálkakeðjur eru að stórum hluta tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. „Það er stundum talað um að þar sem mikið er í húfi og trausts og gegnsæis er vant, þar komi bálkakeðjan sterklega inn. Þetta er órjúfanleg keðja, þannig að það er ekki hægt að eyða hlekkjum í þeirri keðju, svipað og hægt er til dæmis í tölvupóstum; þar er hægt að fara aftur í tímann, breyta dagsetningum, eyða póstum og svoleiðis. Bálkakeðjan er öflug tækni sem getur nýst í óteljandi ólíkum hlutverkum, til dæmis þegar menn eru að sýsla með höfundarrétt, persónulegu upplýsingarnar þínar, peninga eða rannsóknir.“ Ráðstefnan heitir Fire in the sky, eða Teikn á lofti tækninnar, og hefst klukkan 9 í dag með opnunarræðu menntamálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur. Meðal annarra sem fram koma á ráðstefnunni má nefna Bill Tai, stjórnarmann í Bitfury, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta Íslands, Oliver Luckett, stofnanda The Audience og Maja Vujinovic, stjórnarmanns í Coindesk. Jakob Frímann er einnig fyrrverandi formaður STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, og sem slíkur umhugað um höfundarrétt. Hann greinir frá því að hafin sé samantekt á þeim þáttum tónlistarlífs á Íslandi sem snúa að tekjuöflun. „Það er Advania sem stendur að því að greina þann markað með það að leiðarljósi að Ísland verði fyrsta bálkakeðju-vædda tónlistarþjóðin, þar sem höfundar, flytjendur og útgefendur geti haft beinan aðgang að öllum tekjum og notkun verka sinna frá fæðingu til þess dags sem er 70 árum eftir dauða höfundar, þegar höfundarrétti lýkur.“ Jakob segir kastljósinu beint að stöðu Íslands sem framsækinnar þjóðar. „Framsæknin er mælanleg að einhverju leyti af internetnotkun landsmanna og nettengingum þeirra. Þar erum við í fremstu röð miðað við höfðatölu, eins og í ýmsu öðru reyndar,“ segir Jakob að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Tækni Tengdar fréttir Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00 Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Ísland vel í stakk búið fyrir öra tækniþróun þökk sé Bitcoin Þrátt fyrir að Bitcoin-námugröftur sé stór hluti af starfsemi gagnavera hér á landi gera forráðamenn þeirra ekki endilega ráð fyrir að svo verði í framtíðinni. 3. júlí 2018 22:00
Blockchain-tæknin nýtt í viðskiptum með íslensk matvæli Matís og Advania hafa gert með sér samkomulag um að nýta blockchain-tæknina til að skapa vettvang fyrir viðskipti með íslenskar landbúnaðarafurðir. 31. maí 2018 15:53