Engin hætta vegna rafmengunar frá símasendum: Nýlegar mælingar sýna gildi langt undir lágmarks viðmiðum Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júlí 2018 19:53 Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet. Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira
Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet.
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira