Skrifstofa forseta Íslands sendir frá sér tilkynningu vegna fálkaorðunnar Sylvía Hall skrifar 21. júlí 2018 12:34 vísir/vilhelm Skrifstofa forseta Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem veiting fálkaorðunnar til erlendra ríkisborgara er útskýrð. Þar segir að ýmsar reglur gildi um veitingu orðunnar þar sem tekið er tillit til reglna, samninga og hefða. Þetta kemur í kjölfar umræðu um að Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafi verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona, skilaði sinni fálkaorðu eftir að í ljós kom að forsetinn hafði veitt Piu stórriddarakross.Sjá einnig: Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni: „Vegna umræðu um veitingu hinnar íslensku fálkaorðu til erlendra ríkisborgara er embætti forseta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýmsar reglur, samningar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evrópu sérstakar reglur um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þessar reglur einkum við um opinberar heimsóknir forseta Íslands til hinna norrænu ríkja og opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja þeirra til okkar. Við þau tilefni leggja embættismenn í ríki gestgjafans fram tillögu fyrir hönd stjórnvalda þar um einstaklinga sem veita megi orðu gestaríkisins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu samskipta ríkjanna, hlutdeildar í dagskrá heimsóknarinnar eða opinberra starfa í heimalandinu. Jafnframt er lögð fram tillaga af hálfu gestaríkis um einstaklinga sem veita megi orðu gestgjafaríkisins. Rétt er að taka sérstaklega fram að á Íslandi kemur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri." Fálkaorðan Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Skrifstofa forseta Íslands sendi í dag frá sér tilkynningu þar sem veiting fálkaorðunnar til erlendra ríkisborgara er útskýrð. Þar segir að ýmsar reglur gildi um veitingu orðunnar þar sem tekið er tillit til reglna, samninga og hefða. Þetta kemur í kjölfar umræðu um að Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, hafi verið afhentur stórriddarakross frá Íslendingum. Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona, skilaði sinni fálkaorðu eftir að í ljós kom að forsetinn hafði veitt Piu stórriddarakross.Sjá einnig: Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni: „Vegna umræðu um veitingu hinnar íslensku fálkaorðu til erlendra ríkisborgara er embætti forseta Íslands ljúft að taka fram að um það gilda ýmsar reglur, samningar og hefðir. Þannig gilda t.d. víða í Evrópu sérstakar reglur um gagnkvæmar orðuveitingar í tengslum við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Á Íslandi eiga þessar reglur einkum við um opinberar heimsóknir forseta Íslands til hinna norrænu ríkja og opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja þeirra til okkar. Við þau tilefni leggja embættismenn í ríki gestgjafans fram tillögu fyrir hönd stjórnvalda þar um einstaklinga sem veita megi orðu gestaríkisins, annað hvort vegna starfa þeirra í þágu samskipta ríkjanna, hlutdeildar í dagskrá heimsóknarinnar eða opinberra starfa í heimalandinu. Jafnframt er lögð fram tillaga af hálfu gestaríkis um einstaklinga sem veita megi orðu gestgjafaríkisins. Rétt er að taka sérstaklega fram að á Íslandi kemur orðunefnd ekki nærri þessu ferli. Forseti Íslands veitir hina íslensku fálkaorðu en við opinberar heimsóknir ytra er hún að jafnaði afhent orðuhafa án þess að forseti sé nærri."
Fálkaorðan Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira