M. Night Shyamalan sló í gegn á Comic-Con með stiklu úr Glass Birgir Olgeirsson skrifar 21. júlí 2018 09:08 Aðalpersónurnar þrjár í myndinni Glass, leiknar Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi stiklu úr nýjustu kvikmynd sinni, Glass, og ráðstefnunni Comic Con í San Diego í gærkvöldi. Glass er framhald myndarinnar Split sem var frumsýnd árið 2016. Split var með einum óvæntasta söguþræði síðari ára því myndin reyndist vera framhald myndarinnar Unbreakable sem kom út árið 2000 og skartaði Bruce Willis og Samuel L. Jackson í aðalhlutverkum. Í myndinni Split fylgdust áhorfendur manni, leikinn af James McAvoy sem hefur verið greindur með hvorki meira né minna en 23 persónuleika. Hann sviptir þrjár ungar konur frelsinu en þær reyna hvað þær geta að flýja prísundina áður en tuttugasti og fjórði persónuleiki mannsins, og jafnframt sá allra hættulegasti, brýst út. Í myndinni Glass eru þeir Elijah Price, leikinn af Samuel L. Jackson, David Dunn, leikinn af Bruce Willis, og persóna James McAvoy, sem er stundum kölluð Hjörðin, eða The Horde, staddir á geðsjúkrahúsi í umsjá geðlæknisins Ellie Staple, leikin af Sarah Paulson. Staple þessi tjáir þeim að hún reyni að rannsaka einstaklinga sem telja sig búa yfir einskonar ofurhæfileikum og reyni að lækna þá af slíku mikilmennskubrjálæði.Samuel L. Jackson og Bruce Willis í Unbreakable.VísirFyrir þá sem muna ekki eftir Unbreakable þá sagði hún frá öryggisverðinum David Dunn sem kemst að því að hann getur ekki orðið fyrir líkamlegum skaða. Það verður honum ljóst eftir að hann var eini eftirlifandi hörmulegs lestarslyss. Maður að nafni Elijah Price setur sig í samband við hann og segir honum frá sinni lífsspeki og kemur Dunn í trú um að hann búi yfir einstökum hæfileikum. Í ljós kemur að Price þessi er algjör andstaða Dunn, það er að hann er afar viðkvæmur og brotna bein hans við minnsta álag. Í lok myndarinnar er það leitt í ljós að Price var valdur nokkurra hörmunga, þar á meðal lestarslyssins, til að geta fundið andstæðu sína. Í myndinni Glass er komið inn á að Price þessi sé afburða gáfaður og kynnir hann sig fyrir persónu McAvoy sem Mr. Glass. Því má ætla að Price verði þungamiðja þessarar þriðju myndar í ofurhetju-seríu Shyamalan. Myndin verður frumsýnd í janúar næstkomandi en stikluna má sjá hér fyrir neðan.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Innblástur fyrir áramótapartýið Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira