Lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst Birgir Olgeirsson skrifar 20. júlí 2018 18:20 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans Vísir/VIlhelm Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir lífsnauðsynlegt að samið verði sem fyrst í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Hann segir deiluaðila þurfa að ná samkomulagi sem leiði til þess að ljósmæður snúi aftur til starfa á Landspítala. Páll segir þetta í forstjórapistli sínu en hann segir ljóst að öryggi sé ógnað og að ekki verður lengi haldið áfram með of fáum ljósmæðrum sem að auki eru að örmagnast vegna álags. Hann segir kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins hafa færst á nýtt og alvarlegra stig aðfaranótt síðastliðins miðvikudags þegar yfirvinnuverkfall bættist við þær uppsagnir sem tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. „Fyrir miðvikudaginn náði mönnun á meðgöngu- og sængurlegudeild ekki upp í verkfallsneyðarlista. Nú bætast við auknir erfiðleikar við að kalla inn ljósmæður til yfirvinnu og álagið kemur einnig fram í öðrum einingum fæðingarþjónustunnar. Samhliða hefur geta annarra stofnana til að hlaupa undir bagga með okkur minnkað, enda hefur verkfallið áhrif þar sömuleiðis,“ segir Páll í pistli sínum. Forsvarsmenn Landspítalans hafa neyðst til að flytja þjónustu meðgöngu- og sængurlegudeildar á kvenlækningadeild 21A, frá og með deginum í dag. „Þetta hefur í för með sér aukið álag annars staðar á spítalanum, þar sem 21A getur ekki lengur gegnt mikilvægu hlutverki sem yfirflæðisdeild fyrir sjúklinga af lyflækninga- og skurðlækningasviðum og búast má við áhrifum á þann sjúklingahóp sem 21A sinnir öllu jafna, en deildin er í senn dag-, legu- og bráðamóttökudeild fyrir konur með bráða kvensjúkdóma og konur sem þurfa skurðaðgerð vegna góðkynja eða illkynja sjúkdóma í grindarholi og brjóstum,“ skrifar Páll. Hann segir fyrstu ómskoðun hætt frá mánudeginum 23. júlí. „Þetta er valkvæð rannsókn, sem flestar þungaðar konur hafa samt nýtt sér. Vikulega eru að meðaltali gerðar um 65 slíkar ómskoðanir við 11-14 vikna meðgöngu með og án samþætts líkindamats. Eftir sem áður verður 20 vikna ómskoðun til staðar. Þótt þessi fyrsta ómskoðun sé ekki bráðnauðsynleg öryggis vegna, þá er þessi rannsókn hlekkur í víðtæku og öflugu mæðraeftirliti sem skilað hefur árangri í fæðingum sem er framúrskarandi á heimsvísu,“ skrifar forstjórinn. Hann segir breytingar á þjónustu við þungaðar og fæðandi konur víðtækar. Þjónustan er minni, konur eru sendar heim strax og öruggt er eftir fæðingu og í sumum tilvikum hafa konur verið fluttar landshluta á milli til fæðinga eða annarra meðferða sem Landspítali veitir.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira