Samkvæmt heimildarmönnum fréttastofunnar mun Guilfoyle að öllum líkindum hefja störf hjá samtökunum America First Policies. Markmið samtakanna er að koma stefnumálum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á framfæri við kjósendur.
Guilfoyle og Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, eru tiltölulega nýbyrjuð saman. Sá síðarnefndi skildi við eiginkonu sína, Vannesu Haydon, fyrr á þessu ári en þau eiga saman fimm börn.
Guilfoyle er lögfræðimenntuð og starfaði sem aðstoðarhéraðssaksóknari í San Fransisco skömmu eftir aldamót. Hún er einn stjórnenda umræðuþáttarins The Five sem sýndur er á Fox News. Hún á eitt barn úr fyrra hjónabandi.
