Yfir 6000 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings ljósmæðrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 08:41 Efnt var til mótmæla á Austurvelli vegna stöðunnar í kjaradeilu ljósmæðra þar sem ríkisstjórninni var gefið rauða spjaldið vegna málsins. fréttablaðið/anton brink Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 6.300 manns ritað nafn sitt á undirskriftalista sem ber yfirskriftina „Semjum við ljósmæður strax!“ Byrjað var að safna undirskriftum á listann snemma í gærkvöldi og hefur hann verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum en undirskriftunum er beint gegn fjármálaráðuneytinu og samninganefnd ríkisins. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er enn í algjörum hnút eftir að samninganefnd ljósmæðra hafnaði því í gær að ríkissáttasemjari fengi að leggja fram miðlunartillögu í deilunni.Sjá einnig:Vildi vísa ágreiningi um launasetningu ljósmæðra inn í gerðardóm Eftir að ljóst var að ekki yrði samið tilkynnti Landspítalinn aðgerðir sem stofnunin þarf að grípa til vegna yfirvinnubanns ljósmæðra sem hófst í vikunni og þeirra uppsagna sem tóku gildi um síðustu mánaðamót. Þannig lokar meðgöngu- og sængurlegudeild í dag og verður sameinuð kvenlækningadeild. Frá og með komandi mánudegi falla niður fyrstu ómskoðanir þungaðra kvenna sem eru vanalega gerðar í kringum 12. viku meðgöngu. Á vefsíðu undirskriftasöfnunarinnar segir að ljósmæður vinni einhver mikilvægustu störf í þjóðfélaginu, það er að koma börnum öruggum í heiminn og hlúa að þeim og foreldrum þeirra á meðgöngu og viðkvæmustu stundum þeirra. „Ljósmæður standa í harðri kjarabaráttu við ríkið til að fá viðurkennda menntun sína og ábyrgð. Það er ekkert eðlilegt við það að lækka í launum við aukna menntun og ábyrgð. Við megum ekki missa þessa dýrmætu starfskrafta úr stéttinni, framtíðin er of mikils virði. Við krefjumst þess að gengið sé að kröfum þeirra STRAX! Það má engan tíma missa! Við styðjum ljósmæður og látum ekki bjóða okkur þessi vinnubrögð af hálfu ríkisins og samningarnefndar þess. VIÐ erum ríkið. Við krefjumst þess að samið sé við þessa dýrmætu og mikilvægu stétt í samræmi við menntun þeirra og ábyrgð!“ segir á vefsíðu undirskriftalistans.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44 Fundi lokið í ljósmæðradeilu Enn stál í stál í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. 19. júlí 2018 14:05 Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Skella í lás á meðgöngu-og sængurlegudeild vegna kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. 19. júlí 2018 15:44
Ráðherra hugsi yfir því að lausnum sé hafnað Þjónusta við verðandi mæður hefur verið skert á Landspítala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hugsi þar sem ljósmæður "hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru“. 20. júlí 2018 06:00