Tímaspursmál hvenær stórmót í golfi verður haldið hér á landi Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. júlí 2018 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur. Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira
Evrópumótaröðin í golfi í kvennaflokki er í viðræðum við Golfsamband Íslands um að mót verði haldið hér á landi einn daginn en þetta staðfesti bæði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, og fjölmiðlafulltrúi Evrópumótaraðarinnar í samtali við Fréttablaðið. Er um að ræða næststerkustu mótaröð heims í kvennaflokki sem Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, leikur á. Í samtali við íþróttadeild Fréttablaðsins staðfesti Haukur að þessar viðræður hefðu staðið yfir í svolítinn tíma en væru enn á grunnstigi. Fram undan væri fundur með forráðamönnum Evrópumótaraðarinnar þar sem nánar væri farið í þetta. „Viðræðurnar hófust á síðasta ári, þau eru afar áhugasöm um að halda mót á Íslandi eftir að hafa hrifist af íslensku kylfingunum á mótaröðinni en þetta er enn á grunnstigi. Við erum að fara að funda með þeim á Íslandi á næstunni og halda áfram að skoða möguleikann á þessu. Ég get fullyrt að þetta er ekki á dagskrá allavega næstu tvö árin. Það er ansi margt sem þarf að huga að þegar kemur að þessu en það er bara tímaspursmál hvenær stórmót í golfi fer fram á Íslandi, hvort sem það verður í karla- eða kvennaflokki.“ Líkt og búast mátti við er stærsta vandamálið að fjármagna verkefnið en heildarverðlaunaféð þarf að vera 250.000 evrur eða rétt rúmlega 30 milljónir íslenskra króna sem styrktaraðilar mótsins greiða. „Við erum með vellina og aðstæður til að halda slíkt mót, við höfum haldið alþjóðleg mót áður, en stærsta verkefnið verður að finna fyrirtæki sem vilja vera styrktaraðilar. Þumalputtareglan er að mótið kosti yfirleitt helmingi meira svo að það er hægt að horfa á að ef verðlaunaféð er þrjátíu milljónir erum við að horfa á heildarpakka upp á fimmtíu til sextíu milljónir,“ sagði Haukur og bætti við: „Það segir sig sjálft að hvaða fyrirtæki sem er getur ekki tekið þátt í þessu. Fyrir vikið erum við vongóðir um að alþjóðleg fyrirtæki sem eru á Íslandi sýni þessu áhuga. Svo er auðvitað frábær landkynning í þessu fyrir Ísland. Þetta er allt tekið upp og hægt er að nota það til framtíðar,“ sagði Haukur en algengt er að þrjú til fjögur fyrirtæki taki að sér að fjármagna mótið. Hann segir að GSÍ sé ekki byrjað að ræða við velli né styrktaraðila um að koma að verkefninu en að sambandið sé með hugmyndir. „Viðræður eru ekki hafnar en auðvitað erum við með hugmyndir um hvaða vellir kæmu til greina. Það getur ekki hvaða völlur sem er tekið við 150 kylfingum og öllu amstrinu sem er í kringum þetta, rétt eins og það getur ekki hvaða fyrirtæki sem er borgað þessar upphæðir. Það þarf að vera góð gistiaðstaða, góð aðstaða til að sýna frá mótinu og til að taka á móti áhorfendum á vellinum þannig að það útilokar ýmsa velli,“ sagði Haukur.
Golf Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Sjá meira