Listaverk í lestarstöð í London gefa til kynna að Aphex Twin plata sé á leiðinni Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. júlí 2018 16:30 Aphex Twin á tónleikum. Getty/Kristy Sparow Tónlistarmaðurinn framúrstefnulegi Aphex Twin fer oft ótroðnar slóðir í kynningu á tónlist sinni. The Guardian greinir frá að nýlega birtust dularfullar myndir á veggjum neðanjarðarlestarstöðvarinnar Elephant & Castle í London. Myndirnar eru af bjöguðu einkennismerki Aphex, sem heitir réttu nafni Richard D. James, og þykja gefa til kynna að von sé á nýrri plötu frá honum.Aphex Twin is up to something. A cryptic 3D logo has cropped up in Elephant & Castle underground tube station. @NicoDeCegliapic.twitter.com/xfUaeMo4uK — BOILER ROOM (@boilerroomtv) July 30, 2018Fyrir síðustu útgáfu hans, Syro, frá árinu 2014, flaug einmitt ljósgrænt loftfar yfir næturklúbbinn Oval Space í London. Á því var einkennismerki tónlistarmannsins, og minna nýju myndirnar óneitanlega á þá óvæntu kynningarherferð.Aphex Twin blimp at Oval Space?! pic.twitter.com/AfShgjgBIQ — Jonathan Lind (@JidLind) August 16, 2014Valið á staðsetningu myndanna í Elephant & Castle stöðinni gæti hafa komið til vegna gamals orðróms um að Richard hafi búið í glerbyggingu á hringtorgi þar í grennd, en einnig hefur hann verið talinn búa í yfirgefnum banka nærri. Það hefur þó verið sýnt fram á að hann hafi ekki búið í téðri glerbyggingu. Tónlist Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarmaðurinn framúrstefnulegi Aphex Twin fer oft ótroðnar slóðir í kynningu á tónlist sinni. The Guardian greinir frá að nýlega birtust dularfullar myndir á veggjum neðanjarðarlestarstöðvarinnar Elephant & Castle í London. Myndirnar eru af bjöguðu einkennismerki Aphex, sem heitir réttu nafni Richard D. James, og þykja gefa til kynna að von sé á nýrri plötu frá honum.Aphex Twin is up to something. A cryptic 3D logo has cropped up in Elephant & Castle underground tube station. @NicoDeCegliapic.twitter.com/xfUaeMo4uK — BOILER ROOM (@boilerroomtv) July 30, 2018Fyrir síðustu útgáfu hans, Syro, frá árinu 2014, flaug einmitt ljósgrænt loftfar yfir næturklúbbinn Oval Space í London. Á því var einkennismerki tónlistarmannsins, og minna nýju myndirnar óneitanlega á þá óvæntu kynningarherferð.Aphex Twin blimp at Oval Space?! pic.twitter.com/AfShgjgBIQ — Jonathan Lind (@JidLind) August 16, 2014Valið á staðsetningu myndanna í Elephant & Castle stöðinni gæti hafa komið til vegna gamals orðróms um að Richard hafi búið í glerbyggingu á hringtorgi þar í grennd, en einnig hefur hann verið talinn búa í yfirgefnum banka nærri. Það hefur þó verið sýnt fram á að hann hafi ekki búið í téðri glerbyggingu.
Tónlist Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira