Bara Heiða með nýtt Þjóðhátíðarlag: Gæti verið týnd systir þeirra Jónssona 30. júlí 2018 15:30 Bara Heiða verður væntanlega á Þjóðhátíð í ár. „Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffíndrykkju þegar það fæddist undir morgun,“ segir tónlistarkonan Heiða Dóra Jónsdóttir, betur þekkt sem Bara Heiða um nýtt Þjóðhátíðarlag sem hún frumsýnir á Vísi í dag. Lagið ber nafnið Setjumst að sumbli. „Ég endurskrifaði lagið svo í garðinum hjá Hildi frænku minni með fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan. Titillinn vísar í fyrsta þjóðhátíðarlagið sem var samið árið 1933 og ég tók líka síðustu setningarnar í þeim texta og notaði í laginu mínu. Yrkisefnið er hið sama: Drykkja í Herjólfsdal.“ Hún segist hafa ákveðið fyrir þónokkru að gefa út lagið en svo vildi skemmtilega til að textinn kallast töluvert á við þjóðhátíðarlag þeirra Jóns Jónsonar og Friðriks Dórs. „Ég er reyndar líka Jónsdóttir, kannski bara týnd systir,“ segir Heiða létt og bætir við: „En lögin hljóma eins og þau séu eftir aðila sem hafa samið þau til hvors annars. Hrein og klár, en afar skemmtileg tilviljun þar á ferð.“ Myndbandið var tekið upp fyrir tveimur árum síðan. „Ég og Gary Donald, vinur minn sem er írskur kvikmyndatökumaður, fórum á Þjóðhátið og tókum upp efnið þar. Ég á ættir að rekja til Vestmannaeyja, þar sem langamma mín Helga Jó var hjúkrunarkona í Eyjum. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda heimsins fallegasti staður.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00 FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30 Hlustaðu á Þjóðhátíðarlög Friðriks Dórs og Jóns Annað hugljúft en hitt hart. 8. júní 2018 09:57 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Jónssynir semja Þjóðhátíðarlagið Friðrik Dór og Jón Jónssynir munu semja Þjóðhátíðarlagið í ár. Stefna á að gefa tvö lög út þann 8. júní en það verður í fyrsta sinn sem Þjóðhátíðarlögin verða tvö. Tíðir gestir á sviðinu í Herjólfsdal. 30. maí 2018 06:00
FM95Blö og Jóhanna Guðrún sameina krafta sína í nýju Þjóðhátíðarlagi "Við lofuðum pínu upp í ermina í útvarpsþættinum FM95BLÖ að gera lag og urðum því að standa við það,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal um nýtt þjóðhátíðar sem Vísir frumsýnir í dag. 23. júlí 2018 11:30