Trampólíngarður óskar eftir vínveitingaleyfi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2018 20:26 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að nýr trampólíngarður fái vínveitingaleyfi samhliða starfsleyfi. Engar athugasemdir eru gerðar þrátt fyrir fjölmörg slys í samskonar skemmtigarði í sama bæjarfélagi. Eigandi segir farið eftir ströngum öryggisstöðlum. Skemmtigarðurinn hóf starfsemi nú í byrjun mánaðarins og strax hafa viðtökur verið mjög góðar. Samskonar skemmtigarður opnaði fyrir tæpu ári í sama bæjarfélagi en hann var gagnrýndur eftir fjölmörg slys á börnum og að öryggisstöðlum hafi ekki verið fylgt. Eigandi þessa staðar segist hafa verk að vinna eftir neikvæða umfjöllun hjá öðrum stað, síðustu mánuði. „Við erum búin að vera að undirbúa þetta núna í þrjú ár,“ segir Torfi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rush Iceland. „Ég er svo heppinn að vera í samstarfi við ameríska aðila sem eru að reka þetta og þekkja þetta allt saman. Þetta er fjórtándi garðurinn undir þessu nafni.“ Fréttastofan skoðaði aðstæður í dag og svo virðist sem öryggiskröfum sé fylgt til hins ýtrasta. Fjölmargir starfsmenn voru við eftirlit auk þess sem skyndhjálparbúnaður er til staðar. Gengið er út frá því að skemmtigarðurinn höfði jafnt til barna sem fullorðinna. Skemmtigarðurinn hefur óskað eftir veitingaleyfi í flokki tvö hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem bæjarráð Kópavogs tók fyrir í lok júlí og samþykkti. Samþykkið hefur vakið upp spurningar hvort skemmtigarður sem þessi og áfengisneysla fari saman. Ekki náðist í bæjarstjóra eða formann bæjarráðs við vinnslu fréttarinnar en framkvæmdastjóri sem veitingasöluna háða ströngum reglum. Leyfið er nú um umsagnarferli hjá sýslumanni. „Þegar fólk er búið að hoppa og skemmta sér, kannski einhverjir vinahópar, fyrirtæki eða einhver að gera sér glaða stund, þá geta þeir komið og hoppað og svo getum við boðið þeim upp á áfengi eftir það. Þannig að við höfum höfum fulla stjórn á því hvað er neytt innan okkar veggja,“ segir Torfi. Þeir sem neyta áfengis munu ekki hafa aðgang að tækjasalnum og áfengissala verður í lokuðu rými fjarri tækjum. Allir þeir sem fá aðgang að garðinum þurfa að undirrita ábyrgðaryfirlýsingu þar sem gerð er grein fyrir því að slys geti orðið. „Við jafnframt ábyrgjumst tækin og allt sem þú ert að nota er í toppstandi og uppfyllir allar þá kröfur sem eru settar á okkur.“
Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira