Geitungarnir átt erfitt uppdráttar á suðvesturhorninu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. ágúst 2018 16:41 Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, segir að geitungasumarið á suðvesturhorninu hafi verið afar dapurlegt. Vísir/vilhelm „Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna. Dýr Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Það hefur verið frekar dapurt, það fór svo illa af stað,“ segir Erling Ólafsson, skordýrafræðingur um geitungasumarið í ár á suðvesturhorninu vegna mikillar vætutíðar. Erling segir að geitungarnir hafi átt erfitt uppdráttar framan af sumri vegna rigninga. Búin hafi þroskast hægt því það hafi verið afar fáliðað. Þá hafi lirfurnar einnig verið óvenju smávaxnar í ár því þær hafi einfaldlega ekki fengið nóg að éta. „Það fer enginn út að vinna í rigningu,“ segir Erling til útskýringar. Þrátt fyrir að geitungasumarið hafi verið dapurlegt á suðvesturhorninu sé þó ekkert að óttast að sögn Erlings því skordýr taki yfirleitt áföllum og sveiflist eftir aðstæðum. „Það koma slæm ár og það koma góð ár og allt jafnast þetta nú út,“ segir Erling sem bætir við að þó geitungarnir séu ekki hressir með ástandið séu eflaust margir sem fagni því að sjá sjaldan geitunga á sveimi.Gegna þeir mikilvægu hlutverki í vistkerfinu?„Það er ekki nokkur skepna sem er ekki mikilvæg á sinn hátt nema þá kannski mannskepnan sem er að eyðileggja fyrir öllum hinum. Það eiga allir sitt hlutverk í lífríkinu. Ef þeir hefðu ekki hlutverk þá myndu þeir ekki lifa af,“ segir Erling. Á Vísindavefnum kemur fram að geitungar hreinsi hræ af dýrum og fuglum, taki kjötið og færi í búið. Þá veiða þeir flugur sem fæðu fyrir lirfurnar í búinu og safna blómasykri „en við það fræva þeir plöntur“. Erling segir að geitungarnir séu ötulir við að veiða fiðrildalirfur af trjám og haldi þeim í skefjum. „Það er enginn alvondur og svo er engin rós án þyrna,“ segir Erling sem bendir á að það einkenni samfélag dýranna.
Dýr Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira