Ólafía Þórunn og Valdís Þóra saman í liði á EM í golfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 15:30 Axel Bóasson (GK), irgir Leifur Hafþórsson (GKG), Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Samsett/Golfsamband Íslands Fjórir íslenskir atvinnukylfingar verða á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.til 12. ágúst en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Í ár er keppt um Evrópumeistaratitla í fjölmörgum íþróttagreinum á sama tíma í Glasgow og er golfmótið hluti af þeirri keppni. EM í hjólreiðum, fimleikum, róðri og þríþraut fer fram í Glasgow á þessum tíma einnig. Á sama tíma fer fram EM í frjálsíþróttum í Berlín. Alls eru sextán þjóðir sem taka þátt í EM í golfi og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum. Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) verða saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) verða saman í liði. Ólafía Þórunn segir að hún sé spennt fyrir því að fá tækifæri að leika fyrir Ísland á þessu móti. „Ísland hefur náð frábærum árangri í mörgum íþróttagreinum á heimsvísu að undanförnu. Markmiðið er að koma golfíþróttinni á kortið einnig. Þetta mót lofar góðu, skemmtilegt keppnisfyrirkomulag, og er upphaf að einhverju enn stærra,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtali við skipuleggjendur mótsins.Nánar um mótið af heimasíðu Golfsambands Íslands:Verðlaunaféð skiptist jafnt niður í karla- og kvennaflokki. Keppt er í liðakeppni í karla – og kvennaflokki og einnig verður leikin 18 holu keppni með blönduðum liðum.Hver þjóð má að hámarki vera með þrjú lið í hverri keppni. Bretar eru með þrjú lið í bæði karla – og kvennaflokki, Svíar koma þar næstir með tvö karlalið og þrjú í kvennaflokki.Eins og áður segir er keppt á Gleneagles vellinum þar sem að Ryderkeppnin fór fram árið 2014. Solheim bikarinn fer fram á þessum velli árið 2019.Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni á milli liða sem eru skipuð tveimur leikmönnum. Alls eru 16 lið sem keppa og er þeim skipt upp í fjóra riðla.Hvert lið leikur þrjá leiki í riðlinum og þar sem betra skor hjá liðinu telur á hverri holu (fjórbolti/fourball)2 stig fást fyrir sigur í leik og 1 stig fyrir jafntefli.Efstu liðin úr hverjum riðli komast í undanúrslit. Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Fjórir íslenskir atvinnukylfingar verða á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.til 12. ágúst en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands. Í ár er keppt um Evrópumeistaratitla í fjölmörgum íþróttagreinum á sama tíma í Glasgow og er golfmótið hluti af þeirri keppni. EM í hjólreiðum, fimleikum, róðri og þríþraut fer fram í Glasgow á þessum tíma einnig. Á sama tíma fer fram EM í frjálsíþróttum í Berlín. Alls eru sextán þjóðir sem taka þátt í EM í golfi og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum. Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) verða saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) verða saman í liði. Ólafía Þórunn segir að hún sé spennt fyrir því að fá tækifæri að leika fyrir Ísland á þessu móti. „Ísland hefur náð frábærum árangri í mörgum íþróttagreinum á heimsvísu að undanförnu. Markmiðið er að koma golfíþróttinni á kortið einnig. Þetta mót lofar góðu, skemmtilegt keppnisfyrirkomulag, og er upphaf að einhverju enn stærra,“ sagði Ólafía Þórunn meðal annars í viðtali við skipuleggjendur mótsins.Nánar um mótið af heimasíðu Golfsambands Íslands:Verðlaunaféð skiptist jafnt niður í karla- og kvennaflokki. Keppt er í liðakeppni í karla – og kvennaflokki og einnig verður leikin 18 holu keppni með blönduðum liðum.Hver þjóð má að hámarki vera með þrjú lið í hverri keppni. Bretar eru með þrjú lið í bæði karla – og kvennaflokki, Svíar koma þar næstir með tvö karlalið og þrjú í kvennaflokki.Eins og áður segir er keppt á Gleneagles vellinum þar sem að Ryderkeppnin fór fram árið 2014. Solheim bikarinn fer fram á þessum velli árið 2019.Keppnisfyrirkomulagið er holukeppni á milli liða sem eru skipuð tveimur leikmönnum. Alls eru 16 lið sem keppa og er þeim skipt upp í fjóra riðla.Hvert lið leikur þrjá leiki í riðlinum og þar sem betra skor hjá liðinu telur á hverri holu (fjórbolti/fourball)2 stig fást fyrir sigur í leik og 1 stig fyrir jafntefli.Efstu liðin úr hverjum riðli komast í undanúrslit.
Golf Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Ótrúleg sýning gestanna Körfubolti Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira