Innlent

Guðmundur ráðinn bæjarstjóri á Ísafirði

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Gunnarsson.
Guðmundur Gunnarsson. Mynd/Ísafjarðarbær
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að ráða Guðmund Gunnarsson sem nýjan bæjarstjóra. Hann tekur við stöðunni af Gísla Halldóri Halldórssyni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Alls sóttu þrettán manns  um stöðuna.

„Guðmundur er með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. próf í fjölmiðlafræði frá Háskólanum á Akureyri.

Guðmundur hefur undanfarin þrjú ár gegnt starfi framkvæmdastjóra AFS á Íslandi en áður stýrði hann alþjóðasviði 66° NORÐUR en var einnig frétta- og dagskrárgerðarmaður RÚV um nokkurra ára skeið.

Guðmundur er 42 ára, fæddur á Ísafirði en uppalinn í Bolungarvík. Sambýliskona Guðmundar er Kristjana Milla Snorradóttir og eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×