Drífa vill verða forseti ASÍ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands. Vísir/GVA Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi. Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Frá þessu greinir Drífa í tilkynningu. Þing ASÍ fer fram þann 24. október næstkomandi en sitjandi forseti, Gylfi Arnbjörnsson, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Í tilkynningunni segist Drífa hafa fengið fjölmargar áskoranir um að bjóða sig fram. Hún segir mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ að sameina hina öflugu verkalýðshreyfingu landsins. Í tilkynningu talar hún jafnframt um ójöfnuð í samfélaginu, félagsleg undirboð og mikilvæg þess að „auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu.“ Tilkynningu Drífu má lesa í heild sinni hér að neðan.Verkalýðshreyfingin er kraftaverkahreyfing. Hún hefur lyft grettistaki til að auka lífsgæði fólks, hvort sem horft er til húsnæðismála, almannatrygginga, aukins jöfnuðar eða hækkunar launa.Síðustu áratugi hefur hallað undan fæti í samfélaginu hér heima og heiminum öllum. Græðgi er talin til kosta og auðurinn hefur safnast á fáar hendur. Þeir sem lifa af sívaxandi auði sínum hafa misst tengsl við samfélagið og kjör almennings. Grunnskilyrði góðs lífs, svo sem viðráðanlegt húsnæðisverð, eru undirseld spákaupmennsku. Vinnandi fólk á allt sitt undir því hvort stórfyrirtæki telji það nógu arðbært að veita sómasamlegt húsnæði á viðráðanlegum kjörum.Við þetta bætist að verkalýðshreyfingin á í vök að verjast þegar kemur að réttindabrotum og félagslegum undirboðum. Upplýsingum um lög, reglur og réttindi er haldið frá fólki til að geta klipið af launum þeirra og félagsleg undirboð eru orðin varnarlína þeirra sem starfa í verkalýðshreyfingunni.Enn fremur hefur skattkerfið, sem er mælikvarði á siðmenntað samfélag, á síðustu árum verið sveigt í þágu hinna ríku gegn vinnandi fólki. Áhrif tekna og búsetu á menntun og heilsu almennings hafa aukist til muna og sjást nú á stærðargráðu sem við höfum ekki séð í áratugi. Hættan er sú að til verði tvö aðskilin samfélög ríkra og fátækra, þar sem hinir efnameiri kaupa sig fram fyrir röðina í heilsugæslu, menntun og annarri almannaþjónustu.Okkar bíður það verkefni að auka lífsgæði hinna mörgu og stemma stigu við græðgi hinna fáu. Verkalýðshreyfingin er mikilvæg sem aldrei fyrr og hún má ekki bregðast á ögurstundu. Hér á landi starfar ein sterkasta verkalýðshreyfing heims og það er mikið ábyrgðahlutverk að ná að sameina hana um hag okkar allra. Það verður mikilvægasta verkefni næsta forseta ASÍ.Um leið og ég þakka kærlega fyrir allar þær fjölmörgu áskoranir sem ég hef fengið innan sem utan verkalýðshreyfingarinnar lýsi ég því yfir að ég gef kost á mér í embætti forseta ASÍ á þinginu sem sett verður 24. október næstkomandi.
Kjaramál Tengdar fréttir Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22 Gylfi gefur ekki kost á sér til endurkjörs 20. júní 2018 15:31 Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Börnin sett í mjög erfiðar aðstæður „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Sjá meira
Næsti forseti ASÍ verði að ná að sætta sjónarmið Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasamband Íslands, hefur lofað því að hugsa sig um hvort hún bjóði sig fram til forseta ASÍ í haust. 21. júní 2018 13:22
Forseti ASÍ segir persónulega gagnrýni hafa bitið á hann Gylfi Arnbjörnsson hefur sætt mikilli gagnrýni nokkurra forystumanna innan verkalýðshreyfingarinnar að undanförnu. Hann segist þó ganga sáttur frá borði. 20. júní 2018 19:27