Mikið um að vera hjá Faxaflóahöfnum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. ágúst 2018 13:56 Auk skemmtiferðaskipa er ítalska seglskipið Amerigo Vespucci í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Sigurjón Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“ Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira
Tveir af sex stærstu dögum Faxaflóahafna eru nú um helgina. Alls munu fjögur skemmtiferðaskip vera í höfn fram á sunnudag. Á laugardaginn mun síðan stærsta skemmtiferðaskip sumarsins, MSC Meraviglia, koma í síðasta sinn til Reykjavíkur þetta sumarið. MSC Meraviglia getur tekið um 4.500 farþega og er það fimmta stærsta skemmtiferðaskip í heiminum og jafnframt það stærsta sem komið hefur til Íslands. Skipið mun hafa í kringum sólarhringsviðdvöl hér í Reykjavík. Skipakomum skemmtiferðaskipa til Reykjavíkurhafnar hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna segir að það verði auðvelt að dreifa álaginu um helgina þrátt fyrir allan þann mannfjölda sem sé væntanlegur. „Í þetta skiptið þá er stærsta skipið MSC Meraviglia statt á Skarfabakka en hin þrjú eru minni skemmtiferðaskip, þau eru stödd á Miðbakkanum þannig að við náum aðeins að dreifa álaginu á milli svæða hjá okkur.“ Þegar farþegafjöldi fer yfir 5.000 er það regla að sett sé upp viðvörun svo ferðaþjónustuaðilar og innviðir séu meðvitaðir um aukið álag. „Enn sem komið er þá hafa innviðirnir alveg náð að meðhöndla það.“ Auk farþega skemmtiferðaskipanna er fjöldinn allur í áhöfn en gert er ráð fyrir að um 1500 starfsmenn séu um borð í stærsta skipinu. Erna segir að 70% þeirra sem komi með skemmtiferðaskipum til landsins fari í skipulagðar ferðir um landið á meðan dvöl stendur. Algengustu staðirnir eru Gullni hringurinn og Bláa lónið. „En verið er að reyna að vinna að því að finna fleiri áfangastaði til þess að dreifa þeim meira þannig að þetta verði ekki svona álagssvæði“ Skemmtiferðaskipatímabilið á Íslandi er frá maí þar til um miðjan október. Erna segir að enn fleiri skip séu væntanleg á næsta ári. „Á næsta ári eru áætlaðar 175 skipakomur miðað við að í ár eru 168 og farþegafjöldinn mun þar að auki líka aukast.“ Og Erna segir að þjóðarbúið fái töluverðar tekjur af komum skemmtiferðaskipa. „Í heildina séð ef maður tekur allar þessar tekjur saman, bæði það sem ríkið er að fá, hafnirnar, skipaumboðsmenn, ferðaþjónustuaðilar og bara rútur og aðrir sem koma að þessum iðnaði, þá eru að koma milli sjö til átta milljarðar hingað til lands.“
Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Sjá meira