Vísar því á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Reykjavíkurborg vísar því alfarið á bug að klíkuskapur sé ráðandi þegar kemur að úthlutun félagslegra íbúða. Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segist allur af vilja gerður til að takast á við staðfesta myglu í félagslegu húsnæði. Í gær fjölluðum við um einstæða móður sem býr í félagslegri íbúð með fjögur ung börn sem eru komin á astmalyf vegna meintrar myglu í húsnæði. Hún hafi í engin önnur hús að venda enda sé biðlisti eftir slíku húsnæði langur. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir umrædda íbúð vera staka félagslega íbúð í húsnæði og því sé ytri leki á ábyrgð húsfélags en ekki Félagsbústaða. „Við höfum verið í ágætis sambandi við viðkomandi leigutaka. Ég get ekki tekið undir það að mygla sé í íbúðinni, en það er leki. Það hefur lekið meðfram gluggum. Þetta er það sem kallað er stök íbúð þar sem við eigum staka íbúð í fjölbýlishúsi. Þegar slíkt kemur upp þá er það á ábyrgð húsfélagsins að takast á við að þétta gluggann og þétta lekann. Við erum öll af vilja gerð að takast á við staðfesta myglu,“ segir Auðunn Freyr. Þá hefur umræða um biðlista félagslegra húsnæða verið hávær á síðustu vikum. En þeir sem bíða á slíkum lista kvarta undan því að fá ekki vitneskju um það hvar í röðinni þeir standa. Skrifstofustjóri hjá Reykjarvíkurborg segir að reglan fyrstu kemur fyrstur fær sé ekki ráðandi þegar kemur að úthlutun húsnæða. Aðrir þættir sem og heilsa, tekjustaða og aðstæður skipti frekar máli. „Hafir þú verið lengi á biðlista í mjög slæmum húsnæðisaðstæðum þá skiptir það meira máli en að vera lengi á biðlista í góðum húsnæðisaðstæðum. Það er ómögulegt að segja hvað aðili þurfi að bíða lengi á biðlista og væri ekki rétt af okkur að gefa það upp þar sem að aðstæður fólks breytast og samsetning biðlistans getur líka breyst, segir Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunar- og húsnæðismála á velferðarsviði reykjarvíkurborgar. Á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú 985 einstaklingar og eru flestir á aldrinum 30-39 ára.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15
Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Öryrki segist hafa fengið eitrun af völdum sveppa í félagslegu húsnæði þar sem mygla fannst. 2. ágúst 2018 20:15