Geti skipt sköpum hvernig farangri er raðað í bíla Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:00 Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið. Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að hlaðið sé rétt í bíla fyrir komandi umferðarhelgi. Skipt geti sköpun hvernig farangri er raðað í bíla ef árekstur verður. Verslunarmannahelgin er skammt undan með tilheyrandi umferðarþunga. Þá skiptir höfuðmáli að raða rétt í bílinn til að draga úr skaða umferðarslysa. „Mikilvægt er að skorða farangur af og festa hann niður því ef eitthvað gerist og bíll lendir í slysi þá margfaldast þyngd hvers farangurs sem er til staðar í bílnum og lítill farsími eða taska getur vegið mörg kíló,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS. Mikilvægt er að raða farangri í skott bílsins og þar með tryggja að enginn farangur sé í farþegarými hans. Ef plássleysi er í skotti er nauðsynlegt að skorða allan farangur sem settur er í aftursæti bíls. Þá skal láta þunga hluti neðst og léttari og mýkri hluti ofan á þá þyngri. Þá þarf einnig að huga að öryggi við akstur en í þungri umferð séu alvarlegustu slysin framanákeyrslur og bílveltur. „Mikilvægustu þættirnir fyrir helgina eru að aka á löglegum hraða og aka miðað við aðstæður. Framúrakstur skilar mjög litlum árangri þegar umferð er mikil. Gæta þarf þess að allir séu í öryggisbúnaði allan tímann,“ segir Sigrún. Ökumenn með tjaldvagna í eftirdragi þurfi sérstaklega að huga að öryggisbúnaði á vegum landsins. Ökumanni er óheimilt að draga aftanívagn án leyfis og má vagninn ekki vera gramminu þyngri en stendur til um í skráningarskírteini bíls. Þá mælir Sigríður með að ökumenn festi kaup á áfengismælum og mæli sig áður en lagt er í hann heim á leið.
Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira